Færsluflokkur: Íþróttir

Til hamingju Pétur og Heimir

Alþjóðarallinu lauk í gær og tókst Pétri og Heimi að landa Íslandsmeistaratitlinum í Max1 flokki sem og 2000flokknum og þeir lentu í 5.sæti í heildarkeppninni, þetta er framúrskarandi góður árangur hjá þeim og er ég stoltur af þeim að ná þessum árangri.

 Til hamingju Pétur, Heimir og allir sem hafa verið að aðstoða ykkur í sumar.

Því miður þá duttu Eýjó og Dóri út í gær eftir að hafa keyrt föstudaginn glimrandi vel og um tíma í gærmorgun leit út fyrir að þeir kæmust á verðlaunapall en þá duttu þeir út sem voru mér auðvitað mikil vonbrigði en gleðiefni gærsdagsins Pétur og Heimir Smile . 

Eftir úrslit gærdagsins  þá erum við allir þrír bræðunir ég, Dóri og Heimir handhafar Íslandsmeistaratitla í 2000 flokki í ralli og allir sem aðstoðarökumenn, Dóri er handhafi titilsins 2001, ég 2002, Dóri aftur 2004 og svo Heimir nú 2007.

ég óska einnig Danna og Ástu til hamingu með Íslandsmeistaratitilinn í heildarkeppninni en með sigrinum í rallinu í gær tryggðu þau sér þann titil nú annað árið í röð.

Lokaúrslit alþjóðarallsins er hægt að sjá hér

   


alþjóðarallið

Í kvöld lauk degi tvö í alþjóðarallinu og lokadagur rallsins framundan á morgun. Því miður þá hef ég ekki náð að fylgjast með rallinu eins og ég hefði viljað þar sem mjög mikið er að gera vinnunni þessa dagana.

Bræður mínir Dóri og Heimir eru að standa sig vel ásamt sínum samkeppendum en Eyjó og Dóri eru nú fyrir lokadaginn í 4.sæti í heildarkeppninni eftir að hafa keyrt frábærlega í dag. Þeir voru í 20.sæti þegar keppni hófst í morgun en þeir sprengdu í gær og töpuðu þónokkrum tíma en góð keyrsla í dag hefur skilað þeim 4.sætiinu nú í kvöld. 

Pétur og Heimir eru einnig að keyra flott og standa sig mjög vel þeir eru í 8.sæti í heildarkeppninni en eru í forystu bæði í 1600 og 2000 flokknum, núna eiga þeir bara að keyra morgundaginn "save" og gulltryggja sér Íslandsmeistatitlana í báðum flokkunum sem yrði glæsilegur árangur hjá þeim á sínu fyrsta ári saman.

Það yrðu einnig ánægjulegt fyrir okkur bræðurna því þá værum við allir þrír búnir að hampa Íslandsmeistaratitli í 2000 flokknum  og allir þrír í  aðstoðarökumannsætinu, ég varð Íslandsmeistari 2002 í þessum 1600flokknum  og 2000flokknum þegar ég keppti með Hlöðveri Baldurssyni og einnig enduðum við Hlölli í 2.sæti í heildarstigakeppninni á Íslandsmótinu og ákvað ég að leggja nóturnar frá mér þá um haustið eftir skemmitlegt rallsumar 2002.  Dóri varð meistari árið á undan eða 2001 þegar hann og Hlölli kepptu saman og sigruðu 2000 flokkinn og svo sigruðu þeir 2000 flokkinn aftur  2004 þegar þeir voru aftur saman. En Pétur og Heimir verða að klára morgundaginn svo þetta gangi nú eftir og það eru margir kílometrar eftir en í rallinu og alllt getur gerst,  ég geri ráð fyrir að það sé sögulegt afrek í rallinu hér á landi og þótt víðar væri leitað í öðrum íþróttagreinum á Íslandi  ef við bræður náum þessum skemmtilega árangri að hafa allir hampað sama  Íslandsmeistaratitlinum. Ég mun fylgjast spenntur með strákunum og vona að báðir "mínir" bílar í keppninnu muni skila sér á endamark seinnipart morgundags.

Bloggssíða Dóra brósa

Rally Reykjavík   

 


Sjóvá-Kvennahlaup ÍSÍ

Á laugardaginn næsta fer fram hið árlega Kvennahlaup , aðal hlaupastaðurinn er Garðabær en ég held að það sé hægt að hlaupa á hátt í 90 stöðum hér á landi og svo 10-15 stöðum erlendis. Það var í kringum 1990 sem fyrsta kvennahlaupið fór fram og hefur hlaupið alltaf verið fjölmennara og fjölmennara. ÍSÍ og Sjóvá hafa  stutt við bakið á ýmsum málefnum tengdum hlaupinu og núna er áherlsan lögð á hjartavernd en hlaupið verður þetta árið  undir kjörorðinu " Hreyfing er hjartans mál" Ég hvet allar konur til þess að taka þátt í þessu degi, koma saman og hafa  gaman. Hægt er að kynna sér hlaupið nánar hér

Smáþjóðaleikarnir

Í síðustu viku fóru fram Smáþjóðaleikar Evrópu í Mónakó og var ég svo heppinn að vera viðstaddur þennan íþróttaviðburð. 

Ég hef verið var við það að margir hér á landi líta þessa keppni sem einhverskonar annars flokks íþróttakeppni , það er alls ekki þannig því það er mikill metnaður hjá þeim íþróttamönnum sem þarna etja kappi. Þarna voru 8 þjóðir að keppa; Ísland, Mónakó, Lichtenstein, San Marínó, Lúxemburg, Andorra, Kýpur og Malta og keppt var í 12 íþróttagreinum.  Við Íslendingar erum svo sannarlega stórhuga og lítum stórt á okkur sem er mjög gott en við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við erum bara smáþjóð og það er ekkert sem breytir því. Þrátt fyrir að "stóru" þjóðirnar eigi ekki fullrúa þarna þá var svo sannarlega barist um verðlaunin af krafti og allar 8 þjóðirnar sendu sína bestu í íþróttamenn í þeim greinum sem keppt var. Á næstunni mun Svartfjallaland ( Montenegro ) bætast í þennan hóp en þeir eru nýorðnir fullgidir meðlimir í íþróttaheiminum og það verður gaman að  fá þessa góðu íþróttaþjóð í hópinn með okkur. Það sýnir hversu gott íþróttalíf við búum við hér á landi að Ísland var í öðru sæti i heildarkeppninin yfir verðlaunahafa , Kýpverjar sigruðu með þremur gullum meira en við. Frábær árangur hjá íþróttafólkinu okkar!!!

ÁFRAM ÍSLAND 


óþarfa áhyggjur

ég held að íbúar Árbæjarhverfis geti nú alveg andað rólega þrátt fyrir að mótorhjólaverslun sé komin í hverfið þeirra. Mjög líklega mun umferð mótirhjóla aukast í hverfinu en afhverju ættu þeir að fara að gera "kúnstir" þar eitthvað meir en vanalega þegar verslun er komin á svæðið?  Mér finnst þetta bera vott um ákveðna fordóma í garð mótorhjólamanna og vona svo sannarlega að mótorhjólamenn sem og aðrir í umferðinni fari varlega allstaðar ekki bara í Árbæ. 
mbl.is Íbúar í Árbæ hræddir við mótorhjólatöffara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

flott hjá snillingunum þrem Rúnari, Jóni og Bjarna

Núna um nýliða helgi fór fram ársþing KKÍ en það var haldið á Flúðum. Fjöldi þingfulltrúa var færri en oft áður en þeir sem mættu stóðu sig mjög vel því störf þingsins voru mjög góð, miklar umræður og fólk að skiptast á skoðunum.  Ýmis mál voru samþykkt á þinginu og bendi ég áhugasömum á að kíkja á kki.is til þess að skoða samþykktir þingsins. 

Ein af þeim nýungum sem við stóðum fyrir var að allar samþykktir þingsins og atvæðagreiðslur voru beint á heimasíðunni, þannig gátu fjölmiðlar og áhugamenn um körfuna fylgst með óháð því hvar þeir voru staddir í heimunum.  Það besta við þettta allt saman að þetta var sett inn á kki.is frá Danmörku Wink, Rúnar Birgir snillingur með meiru var í beinu sambandi við Jón Björn á karfan.is sem var á Flúðum og Bjarna Gauk stjórnarmann KKí. Það var gaman að fylgjast með þessu, tveir á Flúðum á MSN í sambandi við Rúnar og svo setti Rúnar þetta inn á kki.is. Frábær vinna hjá Rúnari Birgi, Bjarna Gauk og Jón Birni, mér er til efs að að nokkurt sérsamband hafi áður verið með svona gott upplýsingaflæði frá ársþingi.


svör stjórnmálaflokkanna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi fjórar spurningar á þá stjórnmálaflokka sem nú eru að bjóða fram til  Alþingis. Núna eru flokkarnir búnir að svara þessum spurningum á og hægt er að sjá þessi svör hér á heimasíðu ÍSÍ. Ég hvet sem flesta að kynna sér þetta.


Að loknu lokahófi

Það var svo sannarlega frábært lokahóf okkar körfuboltamanna á laugardagskvöldið, Björgvin Franz Gíslason fór svo sannarlega á kostum sem veislustjóri , Halli og hans fólk framreiddu frábæran mat , Sálin hans Jóns míns lék af sinni stakri snilld. 

Það voru þrír einstaklingar sem lögðu mikið á sig til þess að gera þetta hóf svona glæsilegt en það voru þeir Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ , Erlingur Hanneson sem er í stjórn KKÍ og Pétur R.Guðmundsson úr Grindavík. Ég skrifaði pistil inn á  KKÍ síðuna um lokahófið okkar, þetta var eitt besta og vel heppnaðasta lokahóf sem KKÍ hefur staðið fyrir. Ég set hér inn greinina sem ég skrifaði: 

Nú á laugardagskvöldið var haldið eitt glæsilegasta lokahóf sem KKÍ hefur stað fyrir. Stemningin á hófinu var engri lík og hef ég sjaldan verið vitni að annarri eins skemmtun og gleði. Uppselt var á hófið nokkrum dögum fyrir, en það er í fyrsta skipti í sögunni og hefði hæglega verið hægt að selja mun fleiri miða, áhuginn var það mikill.
Þarna var samankominn fjöldinn allur af fólki úr hreyfingunni ásamt samstarfsaðilum sambandsins og gaman var að finna samstöðuna hjá öllu þessu fólki. Einu besta keppnistímabili í manna minnum er nú nýlokið og með álíka samstöðu og á lokahófinu eru okkur allir vegir færir. Nú setjum við stefnuna á að gera næsta keppnistímabil enn betra – það verður erfitt, en með samstöðu okkar og vilja þá mun okkur takast það, ég er sannfærður um það.

Mig langar hér í þessum pistli að fá að þakka nokkrum aðilum fyrir þeirra framlag til þessa frábæra lokahófs

Björgvin Franz Gíslason fór hreinlega á kostum sem veislustjóri þar sem hann gerði góðlátlegt grín af mörgum okkar í körfuboltaheiminum, X-Factor keppnin sem hann stóð fyrir tókst virkilega vel og varð mikil stemning í salnum á meðan lög eins og Gleðibankinn og Eitt lag enn voru sungin af mikilli innlifun lokahófsgesta. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Björgvin brá sér í gervi margra af okkar bestu söngvurum.

Veitingarnar sem bornar voru fram af Haraldi Helgasyni og hans fólki hjá HH-veitingum voru mjög góðar og margir höfðu á orði að betri mat hafði það ekki smakkað í lengri tíma. Þá var sama hvort talað var um forréttinn, aðalréttinn eða eftirréttinn.

Þá er komið að þeim þremur einstaklingum sem báru hitann og þungann að skipulagningu þessa besta lokahófs í sögu sambandsins. Friðrik Ingi, Erlingur Hanneson og Pétur R. Guðmundsson fá mínar bestu þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig til þess að lokahófið gæti orðið eins glæsilegt og skemmtilegt og raunin varð.

Einnig þakka ég Iceland Express, Landsbankanum, Hitaveitu Suðurnesja, Danól og Blómaval fyrir þeirra þátt í lokahófinu.

Síðast en ekki síst þakka ég síðan öllum þeim sem mættu í Stapann og tóku þátt í þeirri miklu gleði sem var hjá okkur á laugardagskvöldið.

Áfram körfubolti!

Hannes S.Jónsson
Formaður KKÍ


Til hamingju Haukar

Hún var ósvikin gleði Hafnfirðinga í dag þegar ljóst var að Haukastelpur væru að sigra Keflavík og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Ég og Matthias Imsland framkvæmdastjóri Iceland Express afhendum verðlaunin í dag en það er alltaf stór stund þegar verið að krýna Íslandsmeistara og mjög gaman. Að sama skapi er erfitt að afhenda silfrið því þótt að það sé frábær árangur að ná í silfur þá eru leikmenn nýbúnir að tapa og því ekki mikil gleði hjá þeim og ég skil það vel. 

Það gladdi mig einnig mikið að ég skyldi afhenda Helenu Sverrisdóttur viðurkenningu fyrir að vera mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar því eins og margir vita þá er þessi stórkostlegi leikmaður á leið til Bandaríkjanna í skóla þannig að hún mun ekki spila hér á landi næstu árin. 

Frábærri úrslitakeppni í Iceland Express deild kvenna er því lokið  í ár og stelpurnar hafa ekki gefið stráknum neitt eftir með topp körfubolta og góðri skemmtun, takk stelpur.


mbl.is Haukar vörðu Íslandsmeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Körfuboltinn er að slá í gegn

Mikill uppgangur hefur verið  hjá okkur  í körfuboltahreyfingunni  á undanförnum mánuðum og er mér óhætt að segja að t.d. umfjöllun hafi aldrei verið meiri um þessa stórkostlegu íþrótt okkar.

Stemmingin og skemmtunin á leikjunum í Iceland Expressdeildunum hefur verið eins og best verður á kosið og eiga félögin þakkir skildar fyrir þá  miklu vinnu sem þau  hafa verið og eru að leggja á sig til þess að gera veg íþróttarinnar sem mestan. Leikmennirnir hafa verið að bjóða okkur upp á frábæran körfubolta sem unun hefur verið að horfa á.

 

En þetta  hefur ekki einungis verið í efstu deild karla og kvenna því einnig hefur úrslitakeppninn í 1.d.karla sjaldan verið betur sótt og hörkukeppni var þar um sæti í Iceland Expressdeildinni næsta tímabil. Úrslitakeppninn í 2.d.karla var góð og mikil keppni hefur verið í vetur í 2.d.kv um sæti í Iceland Express deild kvenna næsta tímabil ,  möguleiki er á því að það komi í ljós í kvöld hvaða félag fer sigrar 2.d.kv.

Svo eru það yngri flokkarnir okkar þar sem mikil framför hefur verið og helgarnar 22-23.apríl og 28.-29.apríl mun undanúrlsit og úrslit í 9.flokk og upp úr fara fram í Laugardalshöll.

 

Stjórnendur Iceland Express ákváðu að bjóða upp “Borgarskotið ” í úrslitakeppnum karla og kvenna  og þetta frábæra framtak hefur slegið í gegn og gaman er hversu margir hafa náð að skjóta sér í ferð á einhvern af áfangastöðum Iceland Express.

 

Það er þannig að hvar sem maður kemur þessa dagana þá hittir maður fólk sem hefur skoðanir á því sem er í gangi  hjá okkur körfuboltafólki  og er það mér einkar ánægjulegt að ræða hlutina við viðkomandi. Margir tala um hvað við erum að gera frábæra hluti,  aðrir eru að ræða það sem betur má fara, það er nefnilega þannig að alltaf má gera gott betra.

 

Körfubolti er fyrir alla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband