hefði vilja sjá meir um íþróttir barna

Ég var að lesa yfir þessa aðgerðaráætlun í málefnum barna og barnafólks sem Samfylkingin var að kynna. Þetta er að mörgu leyti ágætis plagg  og gott að fá það í umræðuna en ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað sjá mun meiri áherslu lagðar á þróttir barna og unglinga í þessari áætlun.

Það er minnst á íþróttir á tveim stöðum í þessu plaggi , það er minnst á að tryggja skuli öllum börnum þátt í íþrótta-æskulýðs og tomstundastarf og svo er talað um að tryggja skuli aðgang barna og unglinga að tónlistarnámi, íþrótta og tómstundastarfsemi.

Þetta er nú voða klassískt orðað og oft hefur maður séð svipað orðalag hjá flestum stjórnmálaflokkum - ég sé því ekkert nýtt koma fram hjá Samfylkingunni um íþróttir barna og unglinga.  Hvenig ætlar Samfylkingin t.d.  að tryggja öllum börnum þátt í íþróttastarfsemi??


mbl.is Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hér á Akureyri stendur Samfylkingin fyrir verulegri aðstoð við börn til iðkunar íþrótta. Það veit ég er gert í Hafnarfirði líka. Mín skoðun er að framlög ríkis til sveitarfélaga þarf að laga stórlega og gera sveitarfélögin fjárhagslega sterkari. Það er stefna Samfylkingarinnar og ég tel að þá leið eigi framlög til íþrótta barna að koma. Nærþjónusta sveitarfélaganna er miklu færari um að takast á við slíkt en ríkisvaldið.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.3.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Pólitíkusar skapa stundum vandamál sem þeir glíma síðan við að leysa! Ef það væri einhver alvara á bak við að auka samvistir foreldra og barna ætti að viðurkenna starf heimavinnandi foreldris sem kýs að ala upp sín börn sjálf án aðstoðar uppeldisstofnanna. Foreldri fær borgað fyrir að ala upp annarra manna börn(leikskólakennari) en ekki sín eigin ef hann kýs að vera heima hjá þeim. Afkoma þorra barnafjölskyldna leyfir ekki að annað foreldrið sé launalaust heima að ala önn fyrir börnunum. Hvaða stjórnmálaflokkur er til í laga þetta?

Elías Theódórsson, 29.3.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband