Til hamingju Haukar

Hún var ósvikin gleði Hafnfirðinga í dag þegar ljóst var að Haukastelpur væru að sigra Keflavík og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Ég og Matthias Imsland framkvæmdastjóri Iceland Express afhendum verðlaunin í dag en það er alltaf stór stund þegar verið að krýna Íslandsmeistara og mjög gaman. Að sama skapi er erfitt að afhenda silfrið því þótt að það sé frábær árangur að ná í silfur þá eru leikmenn nýbúnir að tapa og því ekki mikil gleði hjá þeim og ég skil það vel. 

Það gladdi mig einnig mikið að ég skyldi afhenda Helenu Sverrisdóttur viðurkenningu fyrir að vera mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar því eins og margir vita þá er þessi stórkostlegi leikmaður á leið til Bandaríkjanna í skóla þannig að hún mun ekki spila hér á landi næstu árin. 

Frábærri úrslitakeppni í Iceland Express deild kvenna er því lokið  í ár og stelpurnar hafa ekki gefið stráknum neitt eftir með topp körfubolta og góðri skemmtun, takk stelpur.


mbl.is Haukar vörðu Íslandsmeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband