íþróttamálin

Ég hef reynt að fylgjast vel með báðum landsfundunum sem fram fóru um helgina og kom margt  gott út úr þessum fundum.  Ég verð að segja það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur vinningin þegar kemur að íþróttamálunum. Báðir flokkarnir  hafa reyndar ótrúlega lítið sent frá sér um þennan stóra málaflokk eftir fundina og ég sakna þess, ég var ekki á fundunum og má vel vera að íþróttamálin hafi verið rædd mikið en ekki er það að sjá ályktunum fundanna. Allir stjórnmálamenn sem ég hef heyrt í og rædd við eru sammála því að þetta sé mjög svo mikilvægur málaflokkkur hér í landi enda er íþróttahreyfinginn stærsta fjöldahreyfingin hér á landi.

Það verður spennandi að sjá svör stjórmálaflokkana við þeim spurningum sem Íþrótta- og Ólympíusambandið ( ÍSÍ ) sendi þeim og munu svörin verða gerð opinber innan nokkura daga.

Miðað við stöðuna í dag mun ég setja X við D 12.mai


mbl.is Vill leiða þjóðina til nýrra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef ég væri þú þá myndi ég endurskoða það aðeins betur hvað þú gerir 12 MAI  sérstaklega í ljósi þess að þú ert ei hér á landi þá

frúin í grafarvogi (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 18:58

2 Smámynd: Hannes Sigurbjörn Jónsson

rétt er það , þarf að vera erlendis á fundi á sjálfan kosningadaginn - en ég mun kjósa það er alveg öruggt.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, 15.4.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Hannes. Ég var á fundinum um helgina og ég get lofað þér því að sjálfstæðisflokkurinn og Þorgerður Katrín er það besta fyrir íþróttahreyfinguna í landinu. Þar er nærtækast jönunarsjóðurinn sem samþykktur var fyrir skömmu. Hann var samþykktur á landsfundi í okt 2005 eftir mikla baráttu landsbyggðarinnar gegn Reykjavík sem sá eingin not fyrir svona sjóð, þó að þeir geri örugglega tilkall til hans nú. Það mál studdu bæði Þorgerður og Árni Matt. Þorgerður hefur fullan skilning á málefnum íþróttahreyfingunni og hennar málum. X-D 12 mai.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Tek undir með Ingólfi. Það þurfa líka að vera til peningar til þess að hægt sé að nýta þá og því má ekki hleypa að vinstri stjórn sem mun flæma fjármagnið úr landi...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband