Smáþjóðaleikarnir

Í síðustu viku fóru fram Smáþjóðaleikar Evrópu í Mónakó og var ég svo heppinn að vera viðstaddur þennan íþróttaviðburð. 

Ég hef verið var við það að margir hér á landi líta þessa keppni sem einhverskonar annars flokks íþróttakeppni , það er alls ekki þannig því það er mikill metnaður hjá þeim íþróttamönnum sem þarna etja kappi. Þarna voru 8 þjóðir að keppa; Ísland, Mónakó, Lichtenstein, San Marínó, Lúxemburg, Andorra, Kýpur og Malta og keppt var í 12 íþróttagreinum.  Við Íslendingar erum svo sannarlega stórhuga og lítum stórt á okkur sem er mjög gott en við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við erum bara smáþjóð og það er ekkert sem breytir því. Þrátt fyrir að "stóru" þjóðirnar eigi ekki fullrúa þarna þá var svo sannarlega barist um verðlaunin af krafti og allar 8 þjóðirnar sendu sína bestu í íþróttamenn í þeim greinum sem keppt var. Á næstunni mun Svartfjallaland ( Montenegro ) bætast í þennan hóp en þeir eru nýorðnir fullgidir meðlimir í íþróttaheiminum og það verður gaman að  fá þessa góðu íþróttaþjóð í hópinn með okkur. Það sýnir hversu gott íþróttalíf við búum við hér á landi að Ísland var í öðru sæti i heildarkeppninin yfir verðlaunahafa , Kýpverjar sigruðu með þremur gullum meira en við. Frábær árangur hjá íþróttafólkinu okkar!!!

ÁFRAM ÍSLAND 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband