Office1 - sjö búðir opnar í kvöld

Ég get nú ekki annað en notfært mér bloggið mitt hér til að lýsa yfir undrun á fréttaflutningi  á mbl.is og Fréttablaðinu í dag varðandi útkomu Harry Potter bókarinnar í kvöld, þar fá ekki allir söluaðilar að sitja við sama borð. Á þriðjudaginn síðasta var send út fréttatilkynning til allra fjölmiðla og birti ég hér hluta úr henni þar sem hvorki mbl.is eða Fréttablaðinu hefur þótt ástæða til þess að minnast á að Office1 er einnig að selja Harry Potter í kvöld og það í 7 sveitarfélögum  Reykjavík, Kópavogi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og Selfossi

FRÉTTATILKYNNING FRÁ OFFICE 1  

Föstudaginn 20. júlí kemur út á enskri tungu 7. og síðasta bókin í bókaflokknum um Harry Potter. Gífurleg spenna ríkir um sögulokin í þessum vinsælasta bókaflokki allra tíma og víst er að dyggir íslenskir lesendur bíða óþreyjufullir tíðinda af örlögum helstu sögupersóna bókaflokksins. Office 1 mun opna allar sínar verslanir kl. 23:01 föstudagskvöldið 20. júlí og hefja sölu bókarinnar. Verslanir Office 1 í Reykjavík eru í Skeifunni 17 og Smáralind.  Á landsbyggðinni eru Office 1 verslanir á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og í Vestmannaeyjum. Spennandi glaðningur fylgir hverju keyptu eintaki af nýjustu Harry Potter bókinni alla helgina í verslunum Office 1.

 


mbl.is Ævintýrum Harry Potters lýkur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband