Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

þannig fór það....

Þá vitum við það naumur meirihluti Hafnfirðinga sagði NEI við stækkuninni. Eins og ég sagði í gær þá er það mín skoðun a fólk eigi að nýta kosningarétt sinn þegar færi gefst eins og í  þessu máli.

En það sem ég hef velt fyrir undanfarna daga er það hversu margir Hafnfirðingar hafi sett sig vel inn í þessi mál??  Voru 12747 Hafnfirðingar búnir að kynna sér málið frá A-Ö þannig að þau gætu virkilega kosið um það hvað best væri að gera?? Er ekki erfitt fyrir "leikmann" eins og mig að taka afstöðu í svona veigamiklu máli?? Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði þurft að kynna mér hlutina vel áður en ég tæki afstöðu, og ég veit ekki hvort ég hefði haft nægan tíma i það miðað við það sem ég þarf að gera dagsdaglega. Í þessar umræðu hefur m.a. verið rædd um að þetta sé svo gott íbúalýðræði en er það svo gott?? Erum við ekki að kjósa einstaklinga á þing og í sveitarstjórnir til að taka  á málum eins og kosið var um í dag í Hafnarfirði. Mín skoðun er sú að þeir sem hafa hlotið kosningu til þess að stjórna landi og sveitarfélögum eiga að klára mál sem þessi. Einnig var þetta álversmál það stórt að það snerti mun fleiri landsmenn en Hafnfirðinga eingöngu, eitt er þó öruggt að þessu álversmáli er örugglega ekki lokið og það verður eitthvað lengur í umræðunni.


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Nú er ég ánægður með leikmenn Liverpool , núna þurfa þeir að halda 3.sætinu og svo er ég viss um að þeir standi upp í vor sem sigurvegarar í Meistaradeildinni Wink


mbl.is Crouch með þrennu í 4:1 sigri Liverpool á Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

körfuboltinn á fullu um helgina

Núna um helgina verður mikið um vera eins og undanfarnar helgar og daga. Körfuboltahreyfingin hefur verið brautryðjandi í notkun á internetinu í íþróttahreyfingunni og langar mig að hvetja ykkur til að kíkja á vef Körfuknattleikssambandsins  þar er hægt að  kíkja á alla vefi félagnna hér á landi sem og aðra tengda körfuboltavefi. Einnig hvet ég þá sem þetta lesa að kíkja á einhvern af þeim fjölmörgu lekjum sem í boði eru í körfunni um helgina.

 


Hafnfirðingar fjölmennið á kjörstað

Núna er "stóri" dagurinn á morgun hjá Hafnfirðingum þar sem íbúar Hafnafjarðar fá að kjósa um mál sem snýr að öllum landsmönnum má segja.  Það eru spennandi kosningar framundan og ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að við eigum að nýta okkur kosningarétt okkar og því hvet ég ALLA  Hafnfirðinga  sem komnir eru á kosningaaldur að fjölmenna á kjörstað og nýta sinn rétt. E  
mbl.is Taugatitringur fyrir álverskosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hefði vilja sjá meir um íþróttir barna

Ég var að lesa yfir þessa aðgerðaráætlun í málefnum barna og barnafólks sem Samfylkingin var að kynna. Þetta er að mörgu leyti ágætis plagg  og gott að fá það í umræðuna en ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað sjá mun meiri áherslu lagðar á þróttir barna og unglinga í þessari áætlun.

Það er minnst á íþróttir á tveim stöðum í þessu plaggi , það er minnst á að tryggja skuli öllum börnum þátt í íþrótta-æskulýðs og tomstundastarf og svo er talað um að tryggja skuli aðgang barna og unglinga að tónlistarnámi, íþrótta og tómstundastarfsemi.

Þetta er nú voða klassískt orðað og oft hefur maður séð svipað orðalag hjá flestum stjórnmálaflokkum - ég sé því ekkert nýtt koma fram hjá Samfylkingunni um íþróttir barna og unglinga.  Hvenig ætlar Samfylkingin t.d.  að tryggja öllum börnum þátt í íþróttastarfsemi??


mbl.is Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Gautur maður leiksins

Mér varð ekki að ósk minni þegar ég bloggaði í hálfleiknum í kvöld - það voru því miður Spánverjar sem náðu að læða inn marki en ekki við. Okkar menn  þurftu að verjast mikið í leiknum og gerðu það vel næstum allan leikinn og því miður náðu Spánverjar að skora.   Tap er aldrei ásættanlegt en okkar með börðust  vel og eiga hrós skilið fyrir það, en svona fór þetta í kvöld.


óviðunandi leikaðstæður

Þetta eru ótrúlegar leikaðstæður sem leikmennirnir þurfa að spila við kvöld og ekki öfunda ég þá af því að spila fótbolta í þessaru miklu bleytu.   Árni Gautur búinn að standa sig mjög vel í markinu , núna er bara að halda áfram svona í seinnihálfleik halda markinu okkar hreinu og læða boltanum inn í mark Spánverja og stigin 3 verða okkar Smile   
mbl.is Spánverjar sigruðu Íslendinga 1:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akstursíþróttir

Ein er sú íþróttagrein sem ég hef orðið svo "frægur" fyrir að vinna Íslandsmeistartitil í en það var í rally sumarið 2002. Ég var aðstoðarökumaður hjá Hlöðveri Baldurssyni og urðum við tvöfaldir Íslandsmeistarar, sigruðum í einsdrifsflokknum og nýliðaflokknum, og urðum í 2.sæti yfir heildina til Íslandsmeistara. Rally er alveg frábær íþrótt sem er mjög vinsæl út í hinum stóra heimi og mætti njóta meiri vinsælda hér á landi ásamt öðrum akstursíþróttum  en því miður þá hefur mér fundist stórlega vanta samstöðu undanfarin ár  allra þeirra sem koma að þessari frábæru íþrótt. 

Sé það einlægur vilji allra í akstursíþróttaheiminum hér á Íslandi að fá sig viðkennda hjá ÍSÍ og íþrótthreyfingunni þá þarf hugarfarsbreytingu - ekki vera alltaf fúlir og öfundsjúkir  úti í aðrar íþróttagreinar sem  mér finnst ég alltof oft heyra hjá þeim sem stunda aksturíþróttir.  Menn kvarta og kveina að allir aðrir en þeir fái athygli fjölmiðlanna en hvað er LÍA t.d að gera í því að koma íþróttinni á framfæri?? Það á að takast á, á sérleiðunum og í þeim keppnum sem fram fara en útá við þá eiga allir að standa saman að því að gera veg þessar íþróttagreinar sem mestan og bestan. Menn þurfa að leggja persónulegan ágreining til hliðar og horfa fram á veginn, annars næst enginn árangur í þessum málum og aksursíþróttir verða í sama farinu næstu árin.  

Góðar fréttir fyrir skíðafólkið

Það eru góðar fréttir að hægt sé að skíða í Bláfjöllunum þessa dagana. Ég hef reyndar ekki farið á skíði í mörg ár en það eru margir sem vilja stunda þessa skemmtilegu íþrótt og einnig njóta útiverunnar, ég vona fyrir hönd skíðaáhugafólks að snjórinn verði sem lengst í Bláfjöllum.


mbl.is Brunað niður brekkurnar í góðu skíðafæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikskólalokanir á sumrin

Eitt af því sem ég hef ekki verið ánægður með eru þessar lokanir leikskólana á sumrin. Leikskólarnir eru farnir að stjórna því hvenær fjölskyldur þessa lands taka sumarfrí og til þess að gera þetta öllum ennþá erfiðara þá loka næstum allir leikskólarnir á sama tíma tvær vikur í júlí. Þetta er algjörlega út í hött og þetta gerir það að verkum að vinnufélagar eru farnir að rífast um sumarfríin og vinnuveitendur þurfa að gera á milli manna og hvað þá  - jú allir verða óánægðir.

Það er sjálfsagt mál að taka 4vikna sumarfrí eins gert er í dag en ég vil fá að ráða því hvenær það sumarfrí er, því eins og þetta er núna þá er þetta ekki fjölskylduvænt umhverfi sem okkur er boðið uppá.  Ég bara get ekki skilið afhverju ég ræð því ekki hvenær sonur minn fer í sumarfrí og við fjölskyldan, núna lítur út fyrir að við  munum ná öll saman 2 vikur  frí er það fjölskyduvænt!!!! Ég geri mér grein fyrir því að leikskólakennarar og starfsmenn leikskólanna þurfi sitt sumarfrí og þeir vilja örugglega ráða því svolítð einnig því væntanlega á stór hluti starfsmanna leikskólanna sínar fjölskyldur.  Við munum ekki gert sömu kröfur um menntun og uppeldi barna okkar yfir sumartímann þar sem sumarafleysingamenn munu sinna börnum okkar og fyrir mitt leyti þá er það ekkert mál enda börnin meiri partinn yfir sumartímann úti að leika á leikskólanum.

Ég hvet sveitarstjórnarmenn og leikskólastjórnendur til þess að skoða þessi mál alvarlega og gera breytingar á þessum málum þannig að fjölskyldur þessa lands geti farið saman í sumarfrí og ráðið sínum frítíma sjálf. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband