Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Að loknu lokahófi

Það var svo sannarlega frábært lokahóf okkar körfuboltamanna á laugardagskvöldið, Björgvin Franz Gíslason fór svo sannarlega á kostum sem veislustjóri , Halli og hans fólk framreiddu frábæran mat , Sálin hans Jóns míns lék af sinni stakri snilld. 

Það voru þrír einstaklingar sem lögðu mikið á sig til þess að gera þetta hóf svona glæsilegt en það voru þeir Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ , Erlingur Hanneson sem er í stjórn KKÍ og Pétur R.Guðmundsson úr Grindavík. Ég skrifaði pistil inn á  KKÍ síðuna um lokahófið okkar, þetta var eitt besta og vel heppnaðasta lokahóf sem KKÍ hefur staðið fyrir. Ég set hér inn greinina sem ég skrifaði: 

Nú á laugardagskvöldið var haldið eitt glæsilegasta lokahóf sem KKÍ hefur stað fyrir. Stemningin á hófinu var engri lík og hef ég sjaldan verið vitni að annarri eins skemmtun og gleði. Uppselt var á hófið nokkrum dögum fyrir, en það er í fyrsta skipti í sögunni og hefði hæglega verið hægt að selja mun fleiri miða, áhuginn var það mikill.
Þarna var samankominn fjöldinn allur af fólki úr hreyfingunni ásamt samstarfsaðilum sambandsins og gaman var að finna samstöðuna hjá öllu þessu fólki. Einu besta keppnistímabili í manna minnum er nú nýlokið og með álíka samstöðu og á lokahófinu eru okkur allir vegir færir. Nú setjum við stefnuna á að gera næsta keppnistímabil enn betra – það verður erfitt, en með samstöðu okkar og vilja þá mun okkur takast það, ég er sannfærður um það.

Mig langar hér í þessum pistli að fá að þakka nokkrum aðilum fyrir þeirra framlag til þessa frábæra lokahófs

Björgvin Franz Gíslason fór hreinlega á kostum sem veislustjóri þar sem hann gerði góðlátlegt grín af mörgum okkar í körfuboltaheiminum, X-Factor keppnin sem hann stóð fyrir tókst virkilega vel og varð mikil stemning í salnum á meðan lög eins og Gleðibankinn og Eitt lag enn voru sungin af mikilli innlifun lokahófsgesta. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Björgvin brá sér í gervi margra af okkar bestu söngvurum.

Veitingarnar sem bornar voru fram af Haraldi Helgasyni og hans fólki hjá HH-veitingum voru mjög góðar og margir höfðu á orði að betri mat hafði það ekki smakkað í lengri tíma. Þá var sama hvort talað var um forréttinn, aðalréttinn eða eftirréttinn.

Þá er komið að þeim þremur einstaklingum sem báru hitann og þungann að skipulagningu þessa besta lokahófs í sögu sambandsins. Friðrik Ingi, Erlingur Hanneson og Pétur R. Guðmundsson fá mínar bestu þakkir fyrir þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig til þess að lokahófið gæti orðið eins glæsilegt og skemmtilegt og raunin varð.

Einnig þakka ég Iceland Express, Landsbankanum, Hitaveitu Suðurnesja, Danól og Blómaval fyrir þeirra þátt í lokahófinu.

Síðast en ekki síst þakka ég síðan öllum þeim sem mættu í Stapann og tóku þátt í þeirri miklu gleði sem var hjá okkur á laugardagskvöldið.

Áfram körfubolti!

Hannes S.Jónsson
Formaður KKÍ


söknuður af Félagsheimilinu

Þótt að ég sé nú fluttur úr Kópavoginum þá þykir mér alltaf vænt um Kópavoginn og læt alla þá sem vilja vita að ég sé Kópavogsbúi þrátt fyrir að ég búi í Reykajvík  því brá mér við að lesa þessa frétt að nú eigi að rífa gamla góða Félagsheimilið.  Þarna hefur ýmislegt farið fram sem snertir sögu míns gamla heimabæjar. En svona er þetta allt er breytingum háð og skil vel að nýta þurfi húsnæði undir aðra starfsemi. Nú er komið mikið af góðum sölum í Kópavogi sem hægt er að nota og leysir af Félagsheimilið.

Eitt var það sem gladdi mig mikið í þessari frétt en það var rædd m.a. um UBK þessi gamla góða skammstöfun stóð fyrir Ungmennafélagið Breiðablik Kópavogi og var þessi skammstöfun felld út fyrir um 10-12árum síðan.  Það eru margar góðar minningar sem maður á með UBK - þetta var bara snilld að lesa þetta.


mbl.is Félagsheimili Kópavogs lagt niður - Barn síns tíma segir bæjarstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekki hættur að blogga - tók smá frí

Þar sem mjög mikið hefur verið að gera undanfarið hjá okkur í fyrirtækjaþjónustu Office1 sem og störfum mínum sem formaður KKÍ þá hef ekki haft neinn tíma til þess að blogga hér og tjá skoðanir mínar - allur tíminn farið í vinnuna.  Ég ætla að reyna að taka á mig og setja eitthvað niður blað sem mun birtast hér á næstu dögum.  Það er gaman að sjá hversu margir hafa samt verið að kíkja á síðuna reglulgega og þakka ég þeim fyrir  þolinmæðina á meðan ég setti ekkert hér inn. En nú verður breyting á og seinna í dag mun ég setja smá pistil hér inn um lokahóf okkar körfuboltamanna sem haldið var á laugardaginn og tókst frábærlega......


íbúalýðræði er það málið.....

Eigum við ekki bara að sleppa því að kjósa fólk á alþingi og í sveitastjórnir og bara kjósa um alla hluti í samfélaginu....að öllu gamni slepptu þá er ég orðinn þreyttur á þessum umræðum um íbúalýðræði. Eins og ég hef bent á í fyrr færslum mínum þá eigum við að treysta kjörnum fulltrúum til þess að taka ákvarðanirnar, við getum síðan verið þeim sammála eða ósammála. Við skulum allavegana ekki missa okkur í íbúakosningum með hin og þessi mál.


mbl.is Hvatt til íbúakosninga um álver á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

íþróttamálin

Ég hef reynt að fylgjast vel með báðum landsfundunum sem fram fóru um helgina og kom margt  gott út úr þessum fundum.  Ég verð að segja það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur vinningin þegar kemur að íþróttamálunum. Báðir flokkarnir  hafa reyndar ótrúlega lítið sent frá sér um þennan stóra málaflokk eftir fundina og ég sakna þess, ég var ekki á fundunum og má vel vera að íþróttamálin hafi verið rædd mikið en ekki er það að sjá ályktunum fundanna. Allir stjórnmálamenn sem ég hef heyrt í og rædd við eru sammála því að þetta sé mjög svo mikilvægur málaflokkkur hér í landi enda er íþróttahreyfinginn stærsta fjöldahreyfingin hér á landi.

Það verður spennandi að sjá svör stjórmálaflokkana við þeim spurningum sem Íþrótta- og Ólympíusambandið ( ÍSÍ ) sendi þeim og munu svörin verða gerð opinber innan nokkura daga.

Miðað við stöðuna í dag mun ég setja X við D 12.mai


mbl.is Vill leiða þjóðina til nýrra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Haukar

Hún var ósvikin gleði Hafnfirðinga í dag þegar ljóst var að Haukastelpur væru að sigra Keflavík og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Ég og Matthias Imsland framkvæmdastjóri Iceland Express afhendum verðlaunin í dag en það er alltaf stór stund þegar verið að krýna Íslandsmeistara og mjög gaman. Að sama skapi er erfitt að afhenda silfrið því þótt að það sé frábær árangur að ná í silfur þá eru leikmenn nýbúnir að tapa og því ekki mikil gleði hjá þeim og ég skil það vel. 

Það gladdi mig einnig mikið að ég skyldi afhenda Helenu Sverrisdóttur viðurkenningu fyrir að vera mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar því eins og margir vita þá er þessi stórkostlegi leikmaður á leið til Bandaríkjanna í skóla þannig að hún mun ekki spila hér á landi næstu árin. 

Frábærri úrslitakeppni í Iceland Express deild kvenna er því lokið  í ár og stelpurnar hafa ekki gefið stráknum neitt eftir með topp körfubolta og góðri skemmtun, takk stelpur.


mbl.is Haukar vörðu Íslandsmeistaratitilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju frændi

Rosalega var ég ánægður þegar ég fékk SMS frá Magga frænda um að hann hefði náð kjöri í framkvæmdastjórnina. Til hamingju frændi þú átt þetta svo sannarlega skilið , einnig óska ég öðrum til hamingju sem náðu kjöri  til trúnaðarstarfa á landsfundi Samfylkingarinnar.

Hlakka til að hitta frænda við tækifæri og spjalla um pólitíkina - aldrei að vita nema að við verðum sammála um eitt eða tvö málWink


mbl.is Kosin í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem kjósa í Egilshöll dag

í dag verður kosið í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á landsfundi þeirra, ég er ekki skráður í Samfylkinguna og hef ekki kosið þann ágæta flokk. En ég má til með að hvetja landsfundarfulltrúa í Egilshöll að muna eftir því að setja X við Magnús Má Guðmundsson í framkvæmdastjórn flokksins.

Magnús er drengur góður og ekki skemmir fyrir að hann er náfrændi minn :-), ég hef skrifað hér áður lofræðu um frænda minn og ég trúi ekki öðru en fulltrúar á landsfundinum muni veita honum brautargengi í framkvæmdastjórnina.

Við frændur erum oft ekki sammála þegar við spjöllum um pólitíkina  en alltaf hef ég jafn gaman af því að ræða við hann því hann er svo sannarlega trúr sinni sannfæringu og málstað og þannig fólki þurfum við öll á að halda. 

X - Magnús Már Guðmundsson


þetta er orðið þreytt

Mikið er ég orðinn þreyttur á þessar umræðu um að allt verði miklu betra ef KONA verður kosinn til valda hér í kosningunum í vor. Það er akkurat þessi umræða sem getur orðið til þess að ég kjósi ekki Samfylkinguna í vor. Ég hef sagt það áður á þessu bloggi mínu að ég telji Ingibjörgu Sólrúnu  einn besta stjórnmálaMANN sem við eigum um þessar mundir , það er ekki af því að hún er kona það er vegna hennar eigin persónu.

Ég er jafnréttissinni og vil jafnrétti allra sem mestan en það á ekki að snúast um konu eða karl heldur að hafa einstaklinginn sjálfan númer eitt.

Ég hef ekki ákveðið ennþá hvað ég kjósi í vor en ef umræðan á snúast orðið um konu eða karl hjá Samfylkingarfólki þá mun ég ekki setja X við S það er á hreinu.    


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Körfuboltinn er að slá í gegn

Mikill uppgangur hefur verið  hjá okkur  í körfuboltahreyfingunni  á undanförnum mánuðum og er mér óhætt að segja að t.d. umfjöllun hafi aldrei verið meiri um þessa stórkostlegu íþrótt okkar.

Stemmingin og skemmtunin á leikjunum í Iceland Expressdeildunum hefur verið eins og best verður á kosið og eiga félögin þakkir skildar fyrir þá  miklu vinnu sem þau  hafa verið og eru að leggja á sig til þess að gera veg íþróttarinnar sem mestan. Leikmennirnir hafa verið að bjóða okkur upp á frábæran körfubolta sem unun hefur verið að horfa á.

 

En þetta  hefur ekki einungis verið í efstu deild karla og kvenna því einnig hefur úrslitakeppninn í 1.d.karla sjaldan verið betur sótt og hörkukeppni var þar um sæti í Iceland Expressdeildinni næsta tímabil. Úrslitakeppninn í 2.d.karla var góð og mikil keppni hefur verið í vetur í 2.d.kv um sæti í Iceland Express deild kvenna næsta tímabil ,  möguleiki er á því að það komi í ljós í kvöld hvaða félag fer sigrar 2.d.kv.

Svo eru það yngri flokkarnir okkar þar sem mikil framför hefur verið og helgarnar 22-23.apríl og 28.-29.apríl mun undanúrlsit og úrslit í 9.flokk og upp úr fara fram í Laugardalshöll.

 

Stjórnendur Iceland Express ákváðu að bjóða upp “Borgarskotið ” í úrslitakeppnum karla og kvenna  og þetta frábæra framtak hefur slegið í gegn og gaman er hversu margir hafa náð að skjóta sér í ferð á einhvern af áfangastöðum Iceland Express.

 

Það er þannig að hvar sem maður kemur þessa dagana þá hittir maður fólk sem hefur skoðanir á því sem er í gangi  hjá okkur körfuboltafólki  og er það mér einkar ánægjulegt að ræða hlutina við viðkomandi. Margir tala um hvað við erum að gera frábæra hluti,  aðrir eru að ræða það sem betur má fara, það er nefnilega þannig að alltaf má gera gott betra.

 

Körfubolti er fyrir alla


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband