Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

góðir starfsmenn leikskólanna

Ég er einn af þeim sem tók í þessari skoðanakönnun hjá Leikskólum Reykjavíkur og við á mínu heimili erum mjög ánægð með leikskólanna að flestu leyti og er ég alls ekki hissa á þessari niðurstöðu. Guttinn okkar er á Lyngheimum í Grafarvogi og starfsfólkið þar er alveg frábært og sinnir í sínu starfi af mikilli kostgæfni og alúð í garð barnanna.

Það sem ég hef helst gagnrýnt varðandi leikskólamálin eru þessar sumarlokanir og ég veit að margir eru á sama máli þar. Það er í raun alveg óþólandi að maður þurfi að taka sumarfrí útfrá því hvenær leikskólinn fer í frí. Það er ekkert mál að taka 4 vikur samfleytt í frí og ég er á því að það sé nauðsynlegt fyrir börnin að fá frí einnig en ég vil hafa val um það sjálfur hvort ég tek fríiið í júní,júlí eða ágúst. Ég veit að starfsfólkið þarf sitt frí og hef fullan skilning á því en ég held að ef viilji væri hjá öllum sem að þessu máli kæmi þá væri hægt að hafa leikskólana opna allt árið. Ég geri mér einnig grein fyrir því að með því þá yrði kannski minna um kennslu annnað en fyrir alla þá er best að þjónustan sé allt árið.

 


mbl.is Foreldrar ánægðir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

margt til í þessu

Það er margt til í þessu hjá Einari, ég hef reyndar ekki lesið allt viðtalið við hann eingöngu það sem kemur fram hér á mbl.is. Það er ekki nóg með að það vanti nýja þjóðarhöll til þess að koma fleiri áhorfendum að á leikjum , því það vantar sárlega stað þar sem landsliðin okkar geta æft sómasamlega. Það er enginn sérstök aðstaða fyrir landslið okkar í körfu, handbolta og blaki sem við getum gengið að fyrir æfingar okkar landsliða. Það er æft hingað og þangað og oft upp á náð og muiskun félagsliðanna sem þurfa að gefa sína æfingatíma eftir til þess að landsliðin geti æft. Það er löngu orðið tímabært að bæta aðstöðu þessara greina fyrir æfingaaðstöðu.... 
mbl.is Vill nýja þjóðarhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóvá-Kvennahlaup ÍSÍ

Á laugardaginn næsta fer fram hið árlega Kvennahlaup , aðal hlaupastaðurinn er Garðabær en ég held að það sé hægt að hlaupa á hátt í 90 stöðum hér á landi og svo 10-15 stöðum erlendis. Það var í kringum 1990 sem fyrsta kvennahlaupið fór fram og hefur hlaupið alltaf verið fjölmennara og fjölmennara. ÍSÍ og Sjóvá hafa  stutt við bakið á ýmsum málefnum tengdum hlaupinu og núna er áherlsan lögð á hjartavernd en hlaupið verður þetta árið  undir kjörorðinu " Hreyfing er hjartans mál" Ég hvet allar konur til þess að taka þátt í þessu degi, koma saman og hafa  gaman. Hægt er að kynna sér hlaupið nánar hér

ný bloggsíða

Núna er Dóri bróðir byrjaður að blogga  og hvet ég ykkur að kíkja á síðuna hans,

Smáþjóðaleikarnir

Í síðustu viku fóru fram Smáþjóðaleikar Evrópu í Mónakó og var ég svo heppinn að vera viðstaddur þennan íþróttaviðburð. 

Ég hef verið var við það að margir hér á landi líta þessa keppni sem einhverskonar annars flokks íþróttakeppni , það er alls ekki þannig því það er mikill metnaður hjá þeim íþróttamönnum sem þarna etja kappi. Þarna voru 8 þjóðir að keppa; Ísland, Mónakó, Lichtenstein, San Marínó, Lúxemburg, Andorra, Kýpur og Malta og keppt var í 12 íþróttagreinum.  Við Íslendingar erum svo sannarlega stórhuga og lítum stórt á okkur sem er mjög gott en við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við erum bara smáþjóð og það er ekkert sem breytir því. Þrátt fyrir að "stóru" þjóðirnar eigi ekki fullrúa þarna þá var svo sannarlega barist um verðlaunin af krafti og allar 8 þjóðirnar sendu sína bestu í íþróttamenn í þeim greinum sem keppt var. Á næstunni mun Svartfjallaland ( Montenegro ) bætast í þennan hóp en þeir eru nýorðnir fullgidir meðlimir í íþróttaheiminum og það verður gaman að  fá þessa góðu íþróttaþjóð í hópinn með okkur. Það sýnir hversu gott íþróttalíf við búum við hér á landi að Ísland var í öðru sæti i heildarkeppninin yfir verðlaunahafa , Kýpverjar sigruðu með þremur gullum meira en við. Frábær árangur hjá íþróttafólkinu okkar!!!

ÁFRAM ÍSLAND 


ætla reyna að bæta mig í....

.....blogginu , ég hef verið alveg ofboðslega rólegur í því að blogga undanfarin mánuð en ætla  að reyna að bæta úr því næstu daga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband