var þetta ekki bara allt í lagi

Spaugstofumenn hafa gert grín að allflestu í íslensku þjóðlífi og m.a. af forseta okkar og öðrum framámönnum og svo verða allmargir ósáttir  þegar þeir setja nýjan texta við lag þjóðsöngs okkar.   Ég get skilið bæði sjónarmiðin í þessu máli og ég hallst nú frekar að því að þeir hefðu átt að sleppa þessu atriði sínu.

En það sem mig langaði koma frá mér um þjóðsönginn er það hvað okkar ágæti þjóðsöngur er langur, ég hef verið viðstaddur marga atburði í körfuboltanum þegar verið er að spila þjóðsöngva og ég verð að segja að "styttri" útgáfa okkar af þjóðsöngum er alltof löng. Það eru allir farnir að geispa og hálfsofnaðir þegar loksins okkar þjóðsöngur er búinn. Hvað er hægt að gera í þessu?? Ég vil alls ekki fara útí þá umræðu að skipta um þjóðsöng því þjóðasöngur okkar er mjög góður og við eigum að vera stolt af honum en þurfum að athuga lengd hans eins og við íþróttaatburði.  


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll kappi

 Styttann.... ekki spurning.

Hvað spaugstofumenn varðar er þetta á gráu svæði.  Þeir áttu að sleppa þessu en fólk er að gera allt of mikið mál úr þessu.  Það sem stendur uppúr er að þessi tímamótaþáttur þeirra var arfaslakur... fátt broslegt.  Er enginn sérstakur unnandi spaugstofunnar en þeir hafa átt sína stuttu spretti.

Örvar Þór Kristjánsson, 27.3.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband