Leikskólalokanir á sumrin

Eitt af því sem ég hef ekki verið ánægður með eru þessar lokanir leikskólana á sumrin. Leikskólarnir eru farnir að stjórna því hvenær fjölskyldur þessa lands taka sumarfrí og til þess að gera þetta öllum ennþá erfiðara þá loka næstum allir leikskólarnir á sama tíma tvær vikur í júlí. Þetta er algjörlega út í hött og þetta gerir það að verkum að vinnufélagar eru farnir að rífast um sumarfríin og vinnuveitendur þurfa að gera á milli manna og hvað þá  - jú allir verða óánægðir.

Það er sjálfsagt mál að taka 4vikna sumarfrí eins gert er í dag en ég vil fá að ráða því hvenær það sumarfrí er, því eins og þetta er núna þá er þetta ekki fjölskylduvænt umhverfi sem okkur er boðið uppá.  Ég bara get ekki skilið afhverju ég ræð því ekki hvenær sonur minn fer í sumarfrí og við fjölskyldan, núna lítur út fyrir að við  munum ná öll saman 2 vikur  frí er það fjölskyduvænt!!!! Ég geri mér grein fyrir því að leikskólakennarar og starfsmenn leikskólanna þurfi sitt sumarfrí og þeir vilja örugglega ráða því svolítð einnig því væntanlega á stór hluti starfsmanna leikskólanna sínar fjölskyldur.  Við munum ekki gert sömu kröfur um menntun og uppeldi barna okkar yfir sumartímann þar sem sumarafleysingamenn munu sinna börnum okkar og fyrir mitt leyti þá er það ekkert mál enda börnin meiri partinn yfir sumartímann úti að leika á leikskólanum.

Ég hvet sveitarstjórnarmenn og leikskólastjórnendur til þess að skoða þessi mál alvarlega og gera breytingar á þessum málum þannig að fjölskyldur þessa lands geti farið saman í sumarfrí og ráðið sínum frítíma sjálf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.  Þetta fyrirkomulag er alger tímaskekkja og engum sómi sýndur með þvi.

ESF (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband