Körfuboltinn er að slá í gegn

Mikill uppgangur hefur verið  hjá okkur  í körfuboltahreyfingunni  á undanförnum mánuðum og er mér óhætt að segja að t.d. umfjöllun hafi aldrei verið meiri um þessa stórkostlegu íþrótt okkar.

Stemmingin og skemmtunin á leikjunum í Iceland Expressdeildunum hefur verið eins og best verður á kosið og eiga félögin þakkir skildar fyrir þá  miklu vinnu sem þau  hafa verið og eru að leggja á sig til þess að gera veg íþróttarinnar sem mestan. Leikmennirnir hafa verið að bjóða okkur upp á frábæran körfubolta sem unun hefur verið að horfa á.

 

En þetta  hefur ekki einungis verið í efstu deild karla og kvenna því einnig hefur úrslitakeppninn í 1.d.karla sjaldan verið betur sótt og hörkukeppni var þar um sæti í Iceland Expressdeildinni næsta tímabil. Úrslitakeppninn í 2.d.karla var góð og mikil keppni hefur verið í vetur í 2.d.kv um sæti í Iceland Express deild kvenna næsta tímabil ,  möguleiki er á því að það komi í ljós í kvöld hvaða félag fer sigrar 2.d.kv.

Svo eru það yngri flokkarnir okkar þar sem mikil framför hefur verið og helgarnar 22-23.apríl og 28.-29.apríl mun undanúrlsit og úrslit í 9.flokk og upp úr fara fram í Laugardalshöll.

 

Stjórnendur Iceland Express ákváðu að bjóða upp “Borgarskotið ” í úrslitakeppnum karla og kvenna  og þetta frábæra framtak hefur slegið í gegn og gaman er hversu margir hafa náð að skjóta sér í ferð á einhvern af áfangastöðum Iceland Express.

 

Það er þannig að hvar sem maður kemur þessa dagana þá hittir maður fólk sem hefur skoðanir á því sem er í gangi  hjá okkur körfuboltafólki  og er það mér einkar ánægjulegt að ræða hlutina við viðkomandi. Margir tala um hvað við erum að gera frábæra hluti,  aðrir eru að ræða það sem betur má fara, það er nefnilega þannig að alltaf má gera gott betra.

 

Körfubolti er fyrir alla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Þetta er alveg rétt hjá þér kæri formaður. Bara þetta Borgarskot, hefur vakið þvílíka athygli og iðulega verið tilefni sérstakrar fréttar í íþróttaumfjöllunum fjölmiðla. Þessir viðburðir hafa því skapað körfunni fleiri fréttir en ella hefði verið. Svona á að fara að þessu.

Karl Jónsson, 13.4.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband