Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Eiríkur var flottur en .....

Eiríkur stóð sig mjög vel í kvöld og var landi og þjóð til mikils sóma. Flutningur hans og íslenska hópsins var flottur í alla staði.

Þannig er nú að ég er staddur í Póllandi  þar sem þing FIBA-Europe  ( samband evrópskra körufknattleikssambanda ) hefst nú fyrramálið og eru 50 þjóðir frá Evrópu komnar saman hér. Eins  og sönnum Íslendingum sæmir þá vorum við spenntir að sjá okkar mann og ræddum þetta yfir kvöldverðinum að við værum að fara að horfa á Eurovison - það kom mér svo sem ekkert á óvart en fulltrúar allra hinar þjóðanna vissu ekki einu sinni að þessi keppni væri í kvöld. Ég var nú samt frekar móðgaður að enginn hafi vitað að við værum að fara að tefla fram Eiríki Haukssyni!!!  Svo fór ég að ræða við starfsfólkið hér á hótelinu og það vissi ekki heldur þessi keppni væi gangi samt var Pólland að keppa í kvöld. Þannig að það er nú bara þannig eins og ég hafði svo sem vitað að þessi keppni er nú ekkert hátt skrifuð hjá fólkinu hér í Evrópu.....

Ég ítreka samt að Eiríkur stóð sig vel og var landi og þjóð til sóma og hefði svo sannarlega átt að komast áfram

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!! 


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gagnrýni mín á stjórnmálaflokkanna

Þar sem margir hafa haft samband við mig undanfarna daga og rædd við mig gagnrýni mína á stjórmálaflokkana í ræðu minni á ársþingi KKí þá set ég hér þann hluta ræðunnar fyrir ykkur sem ekki hafið lesið hana.   Þeir sem vilja lesa ræðuna alla geta það hér

 "Núverandi ríkisstjórn og menntamálaráðherra hafa áttað sig á því að sérsamböndin og landsliðsstarf skipta máli fyrir samfélagið og hafa því aukið fjárveitingar til íþróttamála og er það þakkarvert. Betur má ef duga skal, þeir fjármunir sem KKÍ fær frá ríkisvaldi eru sáralitlir miðað við þörfina. Í því samhengi má benda á að KKÍ er rekið að stærstum hluta fyrir sjálfsaflafé. Þessu er öfugt farið á norðurlöndunum, þar sem sérsambönd eru rekin að mestum hluta fyrir opinbert fé. Á tyllidögum og rétt fyrir kosningar eru stjórnmálamenn á þeirri skoðun að íþróttir og afreksmenn í íþróttum sé nauðsynlegur partur af því að vera þjóð á meðal þjóða og að forvarnargildið sé ótvírætt. Af hverju hafa stjórnmálamenn ekki stigið stærri og hraðari skref í átt til okkar í íþróttahreyfingunni og okkar sérsambandanna og veitt myndarlegt fjármagn af ríkisfé til að hægt sé halda úti eðlilegu landsliðsstarfi? Ég hvet stjórnmálamenn okkar til þess að standa saman að því að auka til muna framlag ríkisins til íþróttamála og sérsambanda og stórt skref væri stigið ef landslið sérsambanda innan ÍSÍ fengju frekari fjármuni úr ríkisjóði."


óþarfa áhyggjur

ég held að íbúar Árbæjarhverfis geti nú alveg andað rólega þrátt fyrir að mótorhjólaverslun sé komin í hverfið þeirra. Mjög líklega mun umferð mótirhjóla aukast í hverfinu en afhverju ættu þeir að fara að gera "kúnstir" þar eitthvað meir en vanalega þegar verslun er komin á svæðið?  Mér finnst þetta bera vott um ákveðna fordóma í garð mótorhjólamanna og vona svo sannarlega að mótorhjólamenn sem og aðrir í umferðinni fari varlega allstaðar ekki bara í Árbæ. 
mbl.is Íbúar í Árbæ hræddir við mótorhjólatöffara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

flott hjá snillingunum þrem Rúnari, Jóni og Bjarna

Núna um nýliða helgi fór fram ársþing KKÍ en það var haldið á Flúðum. Fjöldi þingfulltrúa var færri en oft áður en þeir sem mættu stóðu sig mjög vel því störf þingsins voru mjög góð, miklar umræður og fólk að skiptast á skoðunum.  Ýmis mál voru samþykkt á þinginu og bendi ég áhugasömum á að kíkja á kki.is til þess að skoða samþykktir þingsins. 

Ein af þeim nýungum sem við stóðum fyrir var að allar samþykktir þingsins og atvæðagreiðslur voru beint á heimasíðunni, þannig gátu fjölmiðlar og áhugamenn um körfuna fylgst með óháð því hvar þeir voru staddir í heimunum.  Það besta við þettta allt saman að þetta var sett inn á kki.is frá Danmörku Wink, Rúnar Birgir snillingur með meiru var í beinu sambandi við Jón Björn á karfan.is sem var á Flúðum og Bjarna Gauk stjórnarmann KKí. Það var gaman að fylgjast með þessu, tveir á Flúðum á MSN í sambandi við Rúnar og svo setti Rúnar þetta inn á kki.is. Frábær vinna hjá Rúnari Birgi, Bjarna Gauk og Jón Birni, mér er til efs að að nokkurt sérsamband hafi áður verið með svona gott upplýsingaflæði frá ársþingi.


Það voru margir hjólandi í morgun

Það var mjög gaman að sjá í morgun hvað margir fóru hjólandi í vinnuna þrátt fyrri að það hafi verið rigning. Þetta átak er mjög þarft og gaman að sjá hvað mörg fyrirtæki leggja mikinn metnað í þetta með sínum starfsmönnum. Ég verð samt að viðurkenna það að ég fór á bílnum í morgun og mun halda því áfram - ég veit að ég hefði mjög gott af því að fara að hjóla en svona er maður nú latur og góðu vanur að hoppa beint upp í bílinn og aka af stað.

Einhverjir hafa skrifað athugasemdir um að stjórnmálamenn hafi mætt þarna þar sem stutt væri til kosninga. Það er alls ekki rétt og fjöldi stjórnálamanna í morgunn við upphaf þessa átaks hefur ekkert með alþingiskosningar að gera. Stjórnmálamenn hafa mætt undanfarinn ár við upphaf þess átaks og er ég ánægðru með  stuðning þeirra við átak  sem þetta.


mbl.is Ráðherrar á reiðhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld

Þetta var frábær sigur í kvöld hjá mínum mönnum í Liverpool , spennnustigið var orðið mikið á heimilinu þegar vítaspyrnukeppnin stóð sem hæst....ég held að það verði Man U. sem muni  mæta Liverpool í Aþenu þann 23.mai nk. Áfram Liverpool Smile
mbl.is Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

svör stjórnmálaflokkanna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi fjórar spurningar á þá stjórnmálaflokka sem nú eru að bjóða fram til  Alþingis. Núna eru flokkarnir búnir að svara þessum spurningum á og hægt er að sjá þessi svör hér á heimasíðu ÍSÍ. Ég hvet sem flesta að kynna sér þetta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband