Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

Evrópumeistarar krýndir í kvöld

Eftirfarandi grein skirfađi ég áđan á  á kki.is héđan frá Madrid

Í dag verđur spilađ til úrslita um efstu sćtin á Evrópumótinu í körfubolta sem fram hefur fariđ á Spáni undanfarnar tvćr vikur og í kvöld verđa krýndir nýjir Evrópumeistarar ţegar heimamenn mćta Rússum í úrlslitaleiknum. Ţrátt fyrir ađ lítiđ hafi fariđ fyrir ţessari keppni hjá okkur Íslendingum ţá er ţetta einn af stćrri íţróttaviđburđum sem fram fer ţetta áriđ í íţróttaheiminum, ţađ voru gefin út um 1600 fjölmiđlaleyfi og sýnt er frá ţessari keppni til 115 landa víđs vegar um heiminn.

FIBA-Europe bauđ formönnum og framkvćmdastjórum ađildarlanda sinna á úrslit EM og ţví hef ég ásamt Friđiki Inga Rúnarsyni framkvćmdastjóra KKÍ veriđ hér í Madrid síđan á miđvikudag og tekiđ ţátt í ţeirri miklu skemmtun sem fer fram hér á EM og séđ körfubolta í hćsta gćđaflokki. Ţađ hefur veriđ fróđlegt ađ sjá hversu stór ţessi keppni er og m.a. er hér samnkominn fjöldinn allur af stuđningsmönnum liđanna sem og körfuboltaáhugamenn frá öđrum heimshlutum. Evrópskur körfubolti hefur ekki veriđ í ţeirri umfjöllun hjá okkur Íslendingum sem viđ körfuboltaáhugamenn hefđum viljađ en ég vona ađ breyting verđi á, á nćstu misserum m.a. međ fleiri íslenskum atvinnumönnum í Evrópu. Einnig er keppnisfyrirkomulag Evópukeppninnar međ ţví móti ađ viđ fáum sjaldan eđa aldrei bestu ţjóđir Evrópu heim til Íslands eins og t.d. knattspyrnulandsliđin okkar. FIBA-Europe ţyrfti ađ breyta hjá sér keppnisfyrirkomulaginu til ţess ađ gera evrópskan körfuknattleik vinsćlan og sýniegan eins og t.d. á Íslandi.

Netfjölmiđlar eins og karfan.is, mbl.is og visir.is hafa reyndar veriđ mjög duglegir viđ ađ flyta fréttir af keppninni heim til Íslands og ţar vil ég sérstaklega ţakka ţeim félögum á karfan.is fyrir öflugan fréttaflutning af ţessari keppni sem og öđrum alţjóđlegum viđburđum körfuknattleik. Ég bind vonir viđ ađ íslenskar sjónvarpsstöđvar muni í nćstu stórkeppnum í körfubolta gera okkur á Íslendingum kleyft ađ sjá ţennan magnađa körfuknattleik sem er á bođstólum á leikjum sem ţessum hér á Spán. Ţar sem viđ Íslendingar erum alltaf dugleg viđ ađ miđa okkur viđ Norđurlöndin ţá er t.d EM í körfubolta sýnt í Danmörku, Svíţjóđ og Finnlandi ţrátt fyrir ađ ţessi lönd eigi ekki fulltrúa í keppninni. En ég skynja mikinn áhuga stjórnenda íslenskra sjónvarpsstöđva fyrir ţví ađ sýna í framtíđinni frá jafn glćsilegri íţróttakeppni og fer fram hér á EM á Spáni.

Fyrir utan okkur Friđrik Inga eru hér einnig í Madrid 17 manna hópur íslenskra dómara sem komu hingađ til ţess ađ frćđast um dómgćslu og er ţađ ánćgjulegt fyrir okkur ađ sjá ţann mikla áhuga og ánćgju sem íslenskir dómarar hafa á ţví ađ lćra af ţeim bestu hér í Madrid. M.a. komu tveir FIBA-Eurpoe dómarar sem hafa veriđ ađ dćma hér hvern stórleikinn á fćtur öđrum og miđluđu af reynslu sinni til íslenskra kollega sinna, vel gert hjá stjórn KKDÍ og ţeirra félögum.

Međ körfuboltakveđju frá EM í Madrid,

Hannes S.Jónsson Formađur KKÍ


gargandi snilld :-)

Ţađ hefur sannarlega gengiđ vel hjá strákunum okkar  í undanförnum leikjum og er frammistađa ţeirra hreint út sagt frábćr. Spilađir hafa veriđ 9 landsleikir á ţessu ári hjá A-landsliđi karla og hafa 8 af ţeim unnist  - ekki slćm tölfrćđi ţar. Strákarnir hafa lagt mikiđ sig ásamt ţjálfarateyminu viđ ađ ná ţessum árangri og er ţetta svo sannarlega mikill persónulegur sigur fyrir ţá alla sem og íslenskan körfubolta.

Núna ţarf ađ setjast niđur og leggja línurnar fyrir nćstu keppni sem hefst ađ ári og aldrei ađ vita nema ađ A-landsliđ karla verđi í A-deild Evrópukeppninnar eftir ţá keppni.....

Ég vil nota tćkfćriđ í ţessari bloggfćrslu minni og ţakka öllum ţeim áhorfendum sem hafa lagt leiđ sína á leiki landsliđanna okkar undanfarna daga, ţađ er langt síđan ađ svona vel hefur veriđ mćtt á alla heimaleiki okkar á einu hausti.

Stelpurnar okkar eiga eftir ađ spila tvo leiki ţetta haustiđ en báđir leikirnir verđa á útivelli.  Á laugardaginn nćsta munu ţćr mćta Noregi og laugardaginn ţar á eftir mćta ţćr Írlandi, ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ stelpunum í ţessum leikjum.

 áfram körfubolti


mbl.is Íslendingar lögđu Austurríkismenn 91:77
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjölmennum í Laugardalshöllina i kvöld

Í kvöld mćtir íslenska karlalandsliđiđ ţví austuríska í b-deild Evrópukeppni landsliđa. Leikurinn verđur í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19:15.

Ţađ má búast viđ skemmtilegum leik í kvöld. Íslenska liđiđ hefur leikiđ vel á ţessu ári og ađeins tapađ einum leik af ţeim 8 leikjum sem liđiđ hefur spilađ á árinu. Sigurinn gegn Georgíumönnum í síđustu viku er enn í fersku minni enda fengu áhorfendur ađ sjá ţar frábćran leik.

 

Sjá meir á kki.is


Evrópukeppnin

Evrópumótiđ í körfubolta fer fram ţessa dagana á Spáni en keppnin hófst um sl.helgi og lýkur sunnudaginn 16.sept ţegar nýjir Evrópumeistarar verđa krýndir en ţađ eru Grikkir sem eru handhafar ţessa titils núna. Lokakeppni Evrópumótsins er gífurlega sterkt mót ţar sem margir af bestu leikmönnum heims eru samankomnir. Í keppninni taka ţátt 16 af sterkustu liđum Evrópu og er ţeim skipt í 4 riđla. EM í körfubolta er einn af stćrri íţrótaviđburđum í heimi og ţađ sýnir hversu stór viđburđur ţetta mót er,  ađ sýnt er beint frá ţessari keppni til 115 landa.

Spánverjar hafa lagt á sig mikla vinnu viđ ađ gera ţessa keppni sem glćsilegasta og hefur veriđ mikil eftirvćnting eftir ţessu stóra viđburđi og t.d. varđ uppselt á leikina á mjög skömmum tíma, ţess má geta ađ Spánverjar urđu á sl.ári heimsmeistarar í körfubolta

Hćgt er ađ fara á heimasíđu mótsins hér.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband