Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2007 | 08:11
Latabæjarhlaupið
Þrátt fyrir mikið annríki hjá okkur í Office1 þessa daganna þá ákvað ég að fara með Bergþóru og Jóni Gauti í Latabæjarmarþonið. Ég "hljóp" með Jóni Gauti og Bergþóra myndasmiður tók myndir af okkur feðgum og öðrum sem þarna voru.
Mér persónulega finnst þetta frábært framtak hjá Glitni og Latabæ að bjóða upp á þetta skemmtillega hlaup en ég held að þátttakan sé orðin það mikikl í þessum viðburði að það þurfi að skipta þessu enn meira upp en gert var í gær. Þetta var samt mikil framför frá fyrra ári þar sem allir voru saman en ég held að það megi bara gera enn betur. Við hlupum í síðasta "holinnu" eða kl.15:30 í flokknum 5 ára og yngri. Ég held að það mætti hafa 5 ára sér, 4 ára sér, 3 ára sér og svo 0-2ára sér ásamt kerrum og vögnum. Ég veit að þetta gæti orðið erfitt í framkvæmd þar sem starfsmenn ÍBR og maraþonsins hafa í nógu að snúast og reyna að gera sitt besta til að þetta fari allt vel fram.
En ég ítreka að þetta er flottur viðburður og gaman fyrir krakkana að taka þátt og við foreldrar, afar og ömmur og allir hinu fullorðnu höfum einnig mjög gaman að þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 11:22
Office1 - sjö búðir opnar í kvöld
Ég get nú ekki annað en notfært mér bloggið mitt hér til að lýsa yfir undrun á fréttaflutningi á mbl.is og Fréttablaðinu í dag varðandi útkomu Harry Potter bókarinnar í kvöld, þar fá ekki allir söluaðilar að sitja við sama borð. Á þriðjudaginn síðasta var send út fréttatilkynning til allra fjölmiðla og birti ég hér hluta úr henni þar sem hvorki mbl.is eða Fréttablaðinu hefur þótt ástæða til þess að minnast á að Office1 er einnig að selja Harry Potter í kvöld og það í 7 sveitarfélögum Reykjavík, Kópavogi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og Selfossi
FRÉTTATILKYNNING FRÁ OFFICE 1
Föstudaginn 20. júlí kemur út á enskri tungu 7. og síðasta bókin í bókaflokknum um Harry Potter. Gífurleg spenna ríkir um sögulokin í þessum vinsælasta bókaflokki allra tíma og víst er að dyggir íslenskir lesendur bíða óþreyjufullir tíðinda af örlögum helstu sögupersóna bókaflokksins. Office 1 mun opna allar sínar verslanir kl. 23:01 föstudagskvöldið 20. júlí og hefja sölu bókarinnar. Verslanir Office 1 í Reykjavík eru í Skeifunni 17 og Smáralind. Á landsbyggðinni eru Office 1 verslanir á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og í Vestmannaeyjum. Spennandi glaðningur fylgir hverju keyptu eintaki af nýjustu Harry Potter bókinni alla helgina í verslunum Office 1.
Ævintýrum Harry Potters lýkur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 00:24
Harry Potter einnig í Office1
það er um að gera að minna alla á að salan á Harry Potter hefst í öllum Office1 búðunum á sama tíma það er kl.23:01 annað kvöld (föstudag) , ég hvet sem flesta að koma við í Office1 búðunum annað kvöldog versla sér Harry Potter bókina.
Sofið fyrir utan Nexus í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 16:50
góðir starfsmenn leikskólanna
Ég er einn af þeim sem tók í þessari skoðanakönnun hjá Leikskólum Reykjavíkur og við á mínu heimili erum mjög ánægð með leikskólanna að flestu leyti og er ég alls ekki hissa á þessari niðurstöðu. Guttinn okkar er á Lyngheimum í Grafarvogi og starfsfólkið þar er alveg frábært og sinnir í sínu starfi af mikilli kostgæfni og alúð í garð barnanna.
Það sem ég hef helst gagnrýnt varðandi leikskólamálin eru þessar sumarlokanir og ég veit að margir eru á sama máli þar. Það er í raun alveg óþólandi að maður þurfi að taka sumarfrí útfrá því hvenær leikskólinn fer í frí. Það er ekkert mál að taka 4 vikur samfleytt í frí og ég er á því að það sé nauðsynlegt fyrir börnin að fá frí einnig en ég vil hafa val um það sjálfur hvort ég tek fríiið í júní,júlí eða ágúst. Ég veit að starfsfólkið þarf sitt frí og hef fullan skilning á því en ég held að ef viilji væri hjá öllum sem að þessu máli kæmi þá væri hægt að hafa leikskólana opna allt árið. Ég geri mér einnig grein fyrir því að með því þá yrði kannski minna um kennslu annnað en fyrir alla þá er best að þjónustan sé allt árið.
Foreldrar ánægðir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 11:38
margt til í þessu
Vill nýja þjóðarhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 09:06
Sjóvá-Kvennahlaup ÍSÍ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 22:45
ný bloggsíða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 21:23
ætla reyna að bæta mig í....
.....blogginu , ég hef verið alveg ofboðslega rólegur í því að blogga undanfarin mánuð en ætla að reyna að bæta úr því næstu daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2007 | 23:11
Eiríkur var flottur en .....
Eiríkur stóð sig mjög vel í kvöld og var landi og þjóð til mikils sóma. Flutningur hans og íslenska hópsins var flottur í alla staði.
Þannig er nú að ég er staddur í Póllandi þar sem þing FIBA-Europe ( samband evrópskra körufknattleikssambanda ) hefst nú fyrramálið og eru 50 þjóðir frá Evrópu komnar saman hér. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá vorum við spenntir að sjá okkar mann og ræddum þetta yfir kvöldverðinum að við værum að fara að horfa á Eurovison - það kom mér svo sem ekkert á óvart en fulltrúar allra hinar þjóðanna vissu ekki einu sinni að þessi keppni væri í kvöld. Ég var nú samt frekar móðgaður að enginn hafi vitað að við værum að fara að tefla fram Eiríki Haukssyni!!! Svo fór ég að ræða við starfsfólkið hér á hótelinu og það vissi ekki heldur þessi keppni væi gangi samt var Pólland að keppa í kvöld. Þannig að það er nú bara þannig eins og ég hafði svo sem vitað að þessi keppni er nú ekkert hátt skrifuð hjá fólkinu hér í Evrópu.....
Ég ítreka samt að Eiríkur stóð sig vel og var landi og þjóð til sóma og hefði svo sannarlega átt að komast áfram
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2007 | 09:56
flott hjá snillingunum þrem Rúnari, Jóni og Bjarna
Núna um nýliða helgi fór fram ársþing KKÍ en það var haldið á Flúðum. Fjöldi þingfulltrúa var færri en oft áður en þeir sem mættu stóðu sig mjög vel því störf þingsins voru mjög góð, miklar umræður og fólk að skiptast á skoðunum. Ýmis mál voru samþykkt á þinginu og bendi ég áhugasömum á að kíkja á kki.is til þess að skoða samþykktir þingsins.
Ein af þeim nýungum sem við stóðum fyrir var að allar samþykktir þingsins og atvæðagreiðslur voru beint á heimasíðunni, þannig gátu fjölmiðlar og áhugamenn um körfuna fylgst með óháð því hvar þeir voru staddir í heimunum. Það besta við þettta allt saman að þetta var sett inn á kki.is frá Danmörku , Rúnar Birgir snillingur með meiru var í beinu sambandi við Jón Björn á karfan.is sem var á Flúðum og Bjarna Gauk stjórnarmann KKí. Það var gaman að fylgjast með þessu, tveir á Flúðum á MSN í sambandi við Rúnar og svo setti Rúnar þetta inn á kki.is. Frábær vinna hjá Rúnari Birgi, Bjarna Gauk og Jón Birni, mér er til efs að að nokkurt sérsamband hafi áður verið með svona gott upplýsingaflæði frá ársþingi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)