31.3.2007 | 23:33
þannig fór það....
Þá vitum við það naumur meirihluti Hafnfirðinga sagði NEI við stækkuninni. Eins og ég sagði í gær þá er það mín skoðun a fólk eigi að nýta kosningarétt sinn þegar færi gefst eins og í þessu máli.
En það sem ég hef velt fyrir undanfarna daga er það hversu margir Hafnfirðingar hafi sett sig vel inn í þessi mál?? Voru 12747 Hafnfirðingar búnir að kynna sér málið frá A-Ö þannig að þau gætu virkilega kosið um það hvað best væri að gera?? Er ekki erfitt fyrir "leikmann" eins og mig að taka afstöðu í svona veigamiklu máli?? Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði þurft að kynna mér hlutina vel áður en ég tæki afstöðu, og ég veit ekki hvort ég hefði haft nægan tíma i það miðað við það sem ég þarf að gera dagsdaglega. Í þessar umræðu hefur m.a. verið rædd um að þetta sé svo gott íbúalýðræði en er það svo gott?? Erum við ekki að kjósa einstaklinga á þing og í sveitarstjórnir til að taka á málum eins og kosið var um í dag í Hafnarfirði. Mín skoðun er sú að þeir sem hafa hlotið kosningu til þess að stjórna landi og sveitarfélögum eiga að klára mál sem þessi. Einnig var þetta álversmál það stórt að það snerti mun fleiri landsmenn en Hafnfirðinga eingöngu, eitt er þó öruggt að þessu álversmáli er örugglega ekki lokið og það verður eitthvað lengur í umræðunni.
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líklega er aldrei hægt að kynna sér mál til hlýtar en ég er viss um að það voru fleiri Hafnfirðingar sem fengu kynningu á málinu og kynntu sér það en verið hefði ef ekki hefði verið kosning um málið. Það er það góða við þessa kosningu.
Lára Stefánsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.