4.4.2007 | 18:19
körfuboltinn er frábær skemmtun
Undanfarna daga þá hefur körfuboltinn og þá aðallega Iceland Expressdeildir karla og kvenna verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu. Það hefur verið frábær skemmtun að fara á alla þá körfuboltaviðburði sem boðið hefur verið uppá undannfarið og ég verið stoppaður núna nokkrum sinnum "út á götu" af fólki sem segir mér að það sé að fylgjast með körfunni og gaman sé að sjá þá uppsveiflu sem er hjá okkur í körfuknattleikshreyfingunni. En það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem hafa verið að standa sig vel því mjög gaman er að sjá þá miklu leikni sem krakkarnir í yngri flokkunum hafa verið að sýna í vetur og ljóst er að mikill efniviður er á ferð í yngri flokkunum okkar.
Núna hafa þegar verið krýndir nokkrir Íslandsmeistarar en mjög mikið er framundan á næstunni. Í kvöld hefjast úrslitin á milli Hauka og Keflavíkur í úrslitum Iceland Expressdeildar kvenna, Valur og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um að hvort liðið fylgir Þór frá Akureyri upp í Iceland Expressdeildina að ári. Á morgunn skírdag fara fram oddaleikirnir í undanúrslitum Iceland Expressdeildar karla, svona gæti ég haldið áfram en læt það vera í bili.
Mótahald okkar körfuboltafólks er víðamikið og með með því víðamesta sem um getur í íþróttahreyfingunnu hér á land og því miður þá er það stundum þaning að manni langar að sjá fleiri en einn viburð sem eru gangi hverju sinni eins og t.d. í kvöld en ég mun fara í Hafnarfjörðinn og sjá fyrsta leikinn hjá kvenfólkinu í úrslitum Iceland Expressdeildar kvenna og fylgjast með leik Vals og Stjörnunar í gegnum síma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.