Fjölskyldudagurinn langi

Dagurinn í dag hefur verið hreint út sagt frábær og litla fjölskyldan úr Grarfarvoginum hefur  nýtt daginn vel í það vera saman.  Það er nauðsynlegt að fá einn og einn dag eins og föstudaginn langa þar sem næstum allt er lokað og fjölskyldan nýtur þess að vera saman og gerir ekkert annað – því miður er of algengt að maður freistist til að kíkja í Smáralindina, Kringluna , á Laugaveginn og svo mætti lengi telja. En eins og í dag þá bara var það ekki hægt – föstudagurinn langi er því í raun fjölskyldudagurinn langi  

Það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér í allan vetur  og  það er hægt að telja á fingrum annarar handar þá heilu frídaga sem við höfum náð saman frá jólum. Þetta var því kærkomin dagur fyrir okkur og í raun nauðsynlegt er fá svona frábæran frídag.

Ég er því mjög glaður og sáttur við föstudaginn  langa  eins og hann er  í okkar þjóðfélagi og hlakka til að halda áfram í fyrramálið að nýta tíman eins og hægt er með fjölskyldunni t.d. er ég búinn að lofa því að fara með guttanum út í körfubolta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir daginn ástin mín .....þetta var alveg yndislegur dagur og alveg kærkomin svona fjölskyldudagur...........vonandi veður bara svona gott framhald á honum í dag .....allavega byrjar hann vel :)

Bergþóra Sig (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband