7.4.2007 | 00:23
Flott hjá Stöð2 - til hamingju Jógvan
Það var góð ákvörðun hjá Stöð2 að hafa úrslitaþátt X-factor á þessu ágæta föstudags langakvöldi, ég er einn af þeim sem hef svo sem ekki fylgst mjög mikið með þessum þáttum í vetur en ég horfði á allan þáttinn í kvöld og skemmti mér mjög vel. Það hefur alltaf einhvern veginn verið þannig að þetta er eitt af fáum kvöldum á árinu þar sem lítið sem ekkert áhugavert er í sjónvarpinu en það var sjónvarpskvöld í kvöld og það er Stöð2 að þakka.
Ég óska Jógvan til hamingju með sigurinn hann var mjög góður í kvöld og átti sigurinn fyllilega skilið, stelpurnar úr körfuboltabænum Hveragerði stóðu sig svo sem vel líka en Jógvan mun betri.
Athugasemdir
Ég stóð með Jógvan allan tíman og kaus marg oft. Þar sem færeyringar og Íslendingar eru mjög mikið skildir enn ég er samt soldið svekkt yfir að hann skildi segja að hann sé útlendingur þar sem hann var búinn að segja að hann væri Íslenskur Færeyringur. Ég er glöð yfir að hann skildi vinna. Stelpurnar frá hveragerði voru mjög góðar líka.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2007 kl. 00:50
ég er sko sammála þér með dagskrána þetta föstudagskvöld langa .....hún var mjög góð allavega á stöð 2 samt blótar maður hækkunum á þessari stöð og hótar að segja henni upp ...en hún á heiður skilið fyrir þetta sjónvarpsefni og kannski að maður endurskoði allar uppsagnir á næstuni.....
Bergþóra Sig (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.