7.4.2007 | 10:40
er það nú vitleysa
Þetta er nú meiri vitleysan og ég held að það þjóni engum tilgangi að spyrja svona mis gáfaðra spurninga þegar fólk fer að stofna til viðksipta í bankanum. Hvað myndi bankastarfsmaðurinn gera ef viðkomandi myndi svara spurningunni um hryðjuverkasamtökin játandi :) myndi hann merkja við JÁ og svo halda áfram með spurningalistann........Ég held að spurningaflóð sem þetta þjóni engum tilgangi það frekar fæli fólk frá...
Ertu hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta minnir mig bara á spurningalistann sem maður fær við komuna til Bandaríkjanna. Hefur þú í hyggju að stunda vopnasölu í Bandaríkjunum? Hefur þú í hyggju að selja ólögleg eiturlyf í Bandaríkjunum? Ert þú viðriðinn hryðjuverkahóp? Ah, crap... ég verð víst að snúa við :S
Sigrún Vala Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 10:57
Við öpum allt upp eftir kananum. Það getur ekki verið erfit fyrir hryðjuverkamenn að berjast við fólk sem hegðar sér eins og kjánar.
Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 11:04
já þetta er algjör vitleysa orðinn........við erum nú ný búin að skipta um banka eins og þú nú best veist...... en þetta voru einmitt spurningarnar sem við fengum reyndar voru við ekki spurð hvort við værum hryðjuvirkjamenn en það komu alls konar fáránlegar spurningar sem bankanum kemur bara ekkert við allavega fórum við ekki í viðskipti við þennan banka .....vil hrósa GLITNI því þar var tekið best á móti okkur og erum við kominn með öll okkar viðskipti þangað :)
Bergþóra Sig (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 11:18
Bendi á skrif mín á mínu bloggi um þetta mál.
Leyfi mér að efast um að Glitnir eða aðrir bankar muni ekki spyrja þessara spurninga líka. Las einhversstaðar að kona hafði fengið þessar spurningar hjá Sparisjóð og einhverjum öðrum banka svo við skulum ekki vera að einskorða þetta við Kaupþing.
Er svo ekki Kaupþing að kaupa Glitni?
Rúnar Birgir Gíslason, 7.4.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.