9.4.2007 | 17:26
líst vel á sumt
Ég er búinn að lesa yfir þessar tillögur að ályktunum fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Ég er reyndar búinn að lesa þetta hratt yfir og ætla að kynna mér þær betur á allara næstu dögum. Það sem ég var ánægður með var að sjá frekari niðurfellingu tolla og þetta blessaða stimpilgjald í burtu , það er löngu orðið tímabært að fella það niður.
Ekki mun ég mótmæla því að lækka skattana okkar en hvað er hægt að ganga langt í þeim efnum?? þetta er erfitt mál skattamálin. Einhvern veginn þarf að reka þetta stóra fyrirtæki okkar sem heitir Ísland, öll viljum við hafa hágæða heilbrigðisstarfsemi , öflugt félagsmálakerfi , veg menntunar sem mestan ásamt öllum öðrum þeim fjölmörgu þáttum sem tilheyra okkar daglega lifi.
Einnig er ég mjög ánægður með að sjá eitt atvinnumálaráðuneyti yfir alla atvinnuvegina.
Ég mun láta skoðnir mínar frekar í ljós þegar ég hef lesið þetta gaumgæfilega yfir.
Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta með tollana og stimpilgjaldið er einnig hjá Samfó sem og fækkun og sameining ráðuneyta :) Ég held að Margrét Frímanns frekar en Jóhanna Sig. hafi ítrekað lagt fram frumvarp varðandi stimpilgjöldin en flokkarnir tveir sem hafa verið völd í 12 ár ítrekað kosið gegn því. Ég er á því að við þurfum breytingar.
Magnús Már Guðmundsson, 9.4.2007 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.