Körfuboltaveisla í sjónvarpinu næsta laugardag

Í kvöld mættum við fulltrúar KKÍ  og Matthias Imsland framvædarstjóri Iceland Express  með Íslandsmeistarabikarinn á Ásvelli því með sigri hefðu Haukastúlkur tryggt sér titilinn annað árið í röð.  Umgjörð körfuknattleiksdeildar Hauka var hreint út sagt frábær á leiknum , stórkostleg kynning á leikmönnum og hin besta skemtun allan leikinn.  Keflvíkurstúlkur voru ekki tilbúnar að fara í sumarfrí og höfðu sigur að lokum - stelpurnar gefa strákunum ekkert eftir með góðri úrslitakeppni og skemmtilegum körfubolta. 

Nú er staðan 2-1 fyrir Hauka og næsti leikur fer fram í Keflavík á laugardaginn kl.16:15 og verður hann sýndur beint á RÚV , sama dag fer fram 3.leikur Njarðvíkur og KR í úrslitum Iceland Expressdeildar karla og sá leikur hefst kl.14:50 og verður sýndur beint á SÝN.

Það verður því körfuboltaveisla í sjónvarpinu á SÝN og RÚV frá kl.14.50 - 18:00 á laugardaginn næsta.


mbl.is Keflavík lagði Hauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þá ætti manni nú heldur betur ekki að leiðast á laugardaginn...... bara veisla í sjónvarpinu...

frúin í grafarvoginum (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband