Hádegisfundir ÍSÍ

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands ( ÍSÍ ) hefur undanfarið staðið fyrir mjög áhugaverðum hádegisfundum á 4-6 vikna fresti. Þar er tekið til umfjöllunar hin ýmsu mál og t.d. á síðasta fundi var kynnt ritgerð Þórdísar Gísladóttur um "hagrænt gildi íþrótta". Sú ritgerð vakti  töluverða athygli og sýnir það og sannar hversu mikilvægt er að ríki og sveitarfélög fari að hækka verulega framlög sín til íþróttamála.

Næsti hádfegisfundur á vegum ÍSÍ  verður haldinn á föstudaginn næsta. Þar mun Viðar Halldórsson sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR fara yfir niðurstöður tengdar íþróttum úr rannsókninni "Ungt fólk 2006". Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um fundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband