ég mun drekka Merrild áfram

Það er mjög gott að við neytendur séum á tánum gagnvart verðbreytingum í þjóðfélaginu almennt.  Við þurfum einnig að skoða alla heildarmyndina þegar kemur að fréttum um hækkanir og skoða málið vel áður en við förum fram með fullyrðingar um að allt sé að fara til fjandans og nú sé matvaran að fara að hækka um 15% yfir línuna hjá einum stórum birgja hér á landi. 

Það eru margir sem vaða fram og segja að það eigi bara að hætta að kaupa allt vöruúrval Danól því þeir séu að hækka allt um 15%, hvað er Danól að hækka  um 15%? ég hef ekki ennþá fengið botn í það.  Væri ekki ágætt að fá að vita það, er það kannski lítil partur af heildinni þeirra?? Hafa þeir lækkað einhverjar vörur?? ég veit það ekki. Það er betra að sjá heildarmyndina áður en við förum öskra úlfur-úlfur er það ekki ???

Ég tek fram að ég var  starfsmaður hjá Danól þar til sl.haust  og veit að svona ákvarðanir eru teknar af vel ígrunduðu máli á þeim bænum, ég mun drekka mitt Merrild áfram og Weetabix í morgunmat - í bili hið minnsta. EKki má gleyma Kit-Katinu á laugardögum.....


mbl.is Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Góð færsla. Menn eru rosalega fljótir að hlaupa upp og kvarta þegar hlutir hækka, en kynna sér oft ekki heildarmyndina, hvað hækkar og hvers vegna.

Það var gerður út einhver heljarinnar listi hérna rétt fyrir virðisaukaskattslækkunina, einhvers konar svartur listi yfir birgja sem höfðu hækkað verð, og þar voru efstir á lista Sól ehf. af því þeir höfðu hækkað appelsínusafann um einhver örfá prósent, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á appelsínum hafi hækkað um allt að helming vegna uppskerubrests. Menn mega ekki rjúka upp of fljótt, því það eru allt of margir sem trúa hvaða vitleysu sem er..

Björn Kr. Bragason, 12.4.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband