7.5.2007 | 09:56
flott hjá snillingunum þrem Rúnari, Jóni og Bjarna
Núna um nýliða helgi fór fram ársþing KKÍ en það var haldið á Flúðum. Fjöldi þingfulltrúa var færri en oft áður en þeir sem mættu stóðu sig mjög vel því störf þingsins voru mjög góð, miklar umræður og fólk að skiptast á skoðunum. Ýmis mál voru samþykkt á þinginu og bendi ég áhugasömum á að kíkja á kki.is til þess að skoða samþykktir þingsins.
Ein af þeim nýungum sem við stóðum fyrir var að allar samþykktir þingsins og atvæðagreiðslur voru beint á heimasíðunni, þannig gátu fjölmiðlar og áhugamenn um körfuna fylgst með óháð því hvar þeir voru staddir í heimunum. Það besta við þettta allt saman að þetta var sett inn á kki.is frá Danmörku , Rúnar Birgir snillingur með meiru var í beinu sambandi við Jón Björn á karfan.is sem var á Flúðum og Bjarna Gauk stjórnarmann KKí. Það var gaman að fylgjast með þessu, tveir á Flúðum á MSN í sambandi við Rúnar og svo setti Rúnar þetta inn á kki.is. Frábær vinna hjá Rúnari Birgi, Bjarna Gauk og Jón Birni, mér er til efs að að nokkurt sérsamband hafi áður verið með svona gott upplýsingaflæði frá ársþingi.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Facebook
Athugasemdir
Maður roðnar bara
Rúnar Birgir Gíslason, 7.5.2007 kl. 12:45
Sæll frændi,
hef nú enga sérþekkingu á körfubolta (né öðrum íþróttum ef útí það er farið)
Langaði bara að kvitta fyrir lestrinum :)
kv, Inga frænka
Ingibjörg Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.