10.5.2007 | 23:11
Eiríkur var flottur en .....
Eiríkur stóð sig mjög vel í kvöld og var landi og þjóð til mikils sóma. Flutningur hans og íslenska hópsins var flottur í alla staði.
Þannig er nú að ég er staddur í Póllandi þar sem þing FIBA-Europe ( samband evrópskra körufknattleikssambanda ) hefst nú fyrramálið og eru 50 þjóðir frá Evrópu komnar saman hér. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá vorum við spenntir að sjá okkar mann og ræddum þetta yfir kvöldverðinum að við værum að fara að horfa á Eurovison - það kom mér svo sem ekkert á óvart en fulltrúar allra hinar þjóðanna vissu ekki einu sinni að þessi keppni væri í kvöld. Ég var nú samt frekar móðgaður að enginn hafi vitað að við værum að fara að tefla fram Eiríki Haukssyni!!! Svo fór ég að ræða við starfsfólkið hér á hótelinu og það vissi ekki heldur þessi keppni væi gangi samt var Pólland að keppa í kvöld. Þannig að það er nú bara þannig eins og ég hafði svo sem vitað að þessi keppni er nú ekkert hátt skrifuð hjá fólkinu hér í Evrópu.....
Ég ítreka samt að Eiríkur stóð sig vel og var landi og þjóð til sóma og hefði svo sannarlega átt að komast áfram
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eg er nú ekki sammála Eirik.
Þett var bara ekki nógu gott hjá honum.Það er kannske ekki bara honum að kenna.
Það er höfundurinn og útsetjarinn sem klikkaði.. Við erum bara langt á eftir í framleiðslu tónlistar þvi miður, vantar alla tækni.
Árni Björn
Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 23:23
Ég er nú alltaf sammála Eiríki
Enda ekki gott að vera ósammála sjálfur sér
E.Ólafsson, 11.5.2007 kl. 01:16
Er það ekki bara eins með Eurovision og handbolta. Það er búið að helaþvo Íslendinga í því að allur heimurinn fylgist með þessu en svo kemst maður að öðru þegar maður talar við fólk úti í heimi.
Rúnar Birgir Gíslason, 12.5.2007 kl. 13:00
Eiríkur var flottur, hann er bara alltaf cool.
Ég var mjög hissa á þeim sem voru svektir á að hann kæmist ekki áfram. Við munum aldrei komast upp úr þessari undankeppni meðan fyrirkomulagið er svona. Ég sætti mig við það fyrir 2 árum og hefði orðið mjög hissa ef það hefði gerst. Það er samt einn sjens að komast áfram það er að senda Pál Óskar, hann er þekktur hjá eurovision gúrúunum, nema kannski fyrir austan tjald . Vona að breytingin sem verður á næsta ári verði keppninni til batnaðar. Þessi keppni var sú al leiðinlegasta frá upphafi.
PS. Var næstum því mætt á KKÍ þingið
Gló (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.