19.6.2007 | 11:38
margt til í þessu
Það er margt til í þessu hjá Einari, ég hef reyndar ekki lesið allt viðtalið við hann eingöngu það sem kemur fram hér á mbl.is. Það er ekki nóg með að það vanti nýja þjóðarhöll til þess að koma fleiri áhorfendum að á leikjum , því það vantar sárlega stað þar sem landsliðin okkar geta æft sómasamlega. Það er enginn sérstök aðstaða fyrir landslið okkar í körfu, handbolta og blaki sem við getum gengið að fyrir æfingar okkar landsliða. Það er æft hingað og þangað og oft upp á náð og muiskun félagsliðanna sem þurfa að gefa sína æfingatíma eftir til þess að landsliðin geti æft. Það er löngu orðið tímabært að bæta aðstöðu þessara greina fyrir æfingaaðstöðu....
![]() |
Vill nýja þjóðarhöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.