21.6.2007 | 16:50
góðir starfsmenn leikskólanna
Ég er einn af þeim sem tók í þessari skoðanakönnun hjá Leikskólum Reykjavíkur og við á mínu heimili erum mjög ánægð með leikskólanna að flestu leyti og er ég alls ekki hissa á þessari niðurstöðu. Guttinn okkar er á Lyngheimum í Grafarvogi og starfsfólkið þar er alveg frábært og sinnir í sínu starfi af mikilli kostgæfni og alúð í garð barnanna.
Það sem ég hef helst gagnrýnt varðandi leikskólamálin eru þessar sumarlokanir og ég veit að margir eru á sama máli þar. Það er í raun alveg óþólandi að maður þurfi að taka sumarfrí útfrá því hvenær leikskólinn fer í frí. Það er ekkert mál að taka 4 vikur samfleytt í frí og ég er á því að það sé nauðsynlegt fyrir börnin að fá frí einnig en ég vil hafa val um það sjálfur hvort ég tek fríiið í júní,júlí eða ágúst. Ég veit að starfsfólkið þarf sitt frí og hef fullan skilning á því en ég held að ef viilji væri hjá öllum sem að þessu máli kæmi þá væri hægt að hafa leikskólana opna allt árið. Ég geri mér einnig grein fyrir því að með því þá yrði kannski minna um kennslu annnað en fyrir alla þá er best að þjónustan sé allt árið.
Foreldrar ánægðir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll
Þar sem ég hef unnið í leikskóla í 6 ár og hef reynslu af því bæði að hafa opið allt árið og svo lokað í 4 vikur, þá kýs ég lokunina barnanna vegna. Ég minnist þessa tíma með hryllingi því það var bara grátur og vesen þegar leikskólinn var opinn. Það er nú einu sinni þannig að flest börn fara í frí á svipuðum tíma og starfsfólkið fór i frí eftir því hve fjöldi barna var. Það var kannski mætt ein stelpa úr elsta árgangi og 2 strákar, önnur úr næsta og svo koll af kolli. Börnunum vantaði vini sín, það var kannski á annari deild en það var vant með öðrum kennurum en það var vant. Það voru skráð að t.d. 20 börn ættu að mæta en í heild voru kannski að mæta 7. Börnin voru ferlega óánægð og þetta var þeim erfiður tími fyrir utan það óréttlæti sem þau upplifðu að fá ekki að fara í frí eins og hin (þó þau færu náttúrlega seinna eða væru búin). En núna þegar lokað er í fjórar vikur þá er miklu betri mæting hjá börnunum, hægt að halda út markvissara og betra starfi og síðast en ekki síst að börnin eru ekki leið eins og áður. Auðvitað skil ég hitt að erfitt getur verið að koma því fyrir að allir í fjölskyldunni komist í frí á sama tíma. En vandamálið byrjar fyrir víst þegar börnin eru komin í grunnskóla þá þarf að redda þeim allt sumarið því ekki skilur maður 6 ára gamalt barn eftir eitt heima.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.