Evrópumeistarar krýndir í kvöld

Eftirfarandi grein skirfaði ég áðan á  á kki.is héðan frá Madrid

Í dag verður spilað til úrslita um efstu sætin á Evrópumótinu í körfubolta sem fram hefur farið á Spáni undanfarnar tvær vikur og í kvöld verða krýndir nýjir Evrópumeistarar þegar heimamenn mæta Rússum í úrlslitaleiknum. Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir þessari keppni hjá okkur Íslendingum þá er þetta einn af stærri íþróttaviðburðum sem fram fer þetta árið í íþróttaheiminum, það voru gefin út um 1600 fjölmiðlaleyfi og sýnt er frá þessari keppni til 115 landa víðs vegar um heiminn.

FIBA-Europe bauð formönnum og framkvæmdastjórum aðildarlanda sinna á úrslit EM og því hef ég ásamt Friðiki Inga Rúnarsyni framkvæmdastjóra KKÍ verið hér í Madrid síðan á miðvikudag og tekið þátt í þeirri miklu skemmtun sem fer fram hér á EM og séð körfubolta í hæsta gæðaflokki. Það hefur verið fróðlegt að sjá hversu stór þessi keppni er og m.a. er hér samnkominn fjöldinn allur af stuðningsmönnum liðanna sem og körfuboltaáhugamenn frá öðrum heimshlutum. Evrópskur körfubolti hefur ekki verið í þeirri umfjöllun hjá okkur Íslendingum sem við körfuboltaáhugamenn hefðum viljað en ég vona að breyting verði á, á næstu misserum m.a. með fleiri íslenskum atvinnumönnum í Evrópu. Einnig er keppnisfyrirkomulag Evópukeppninnar með því móti að við fáum sjaldan eða aldrei bestu þjóðir Evrópu heim til Íslands eins og t.d. knattspyrnulandsliðin okkar. FIBA-Europe þyrfti að breyta hjá sér keppnisfyrirkomulaginu til þess að gera evrópskan körfuknattleik vinsælan og sýniegan eins og t.d. á Íslandi.

Netfjölmiðlar eins og karfan.is, mbl.is og visir.is hafa reyndar verið mjög duglegir við að flyta fréttir af keppninni heim til Íslands og þar vil ég sérstaklega þakka þeim félögum á karfan.is fyrir öflugan fréttaflutning af þessari keppni sem og öðrum alþjóðlegum viðburðum körfuknattleik. Ég bind vonir við að íslenskar sjónvarpsstöðvar muni í næstu stórkeppnum í körfubolta gera okkur á Íslendingum kleyft að sjá þennan magnaða körfuknattleik sem er á boðstólum á leikjum sem þessum hér á Spán. Þar sem við Íslendingar erum alltaf dugleg við að miða okkur við Norðurlöndin þá er t.d EM í körfubolta sýnt í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi þrátt fyrir að þessi lönd eigi ekki fulltrúa í keppninni. En ég skynja mikinn áhuga stjórnenda íslenskra sjónvarpsstöðva fyrir því að sýna í framtíðinni frá jafn glæsilegri íþróttakeppni og fer fram hér á EM á Spáni.

Fyrir utan okkur Friðrik Inga eru hér einnig í Madrid 17 manna hópur íslenskra dómara sem komu hingað til þess að fræðast um dómgæslu og er það ánægjulegt fyrir okkur að sjá þann mikla áhuga og ánægju sem íslenskir dómarar hafa á því að læra af þeim bestu hér í Madrid. M.a. komu tveir FIBA-Eurpoe dómarar sem hafa verið að dæma hér hvern stórleikinn á fætur öðrum og miðluðu af reynslu sinni til íslenskra kollega sinna, vel gert hjá stjórn KKDÍ og þeirra félögum.

Með körfuboltakveðju frá EM í Madrid,

Hannes S.Jónsson Formaður KKÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Karfan.is þakkar hrósið, við gerum okkar besta.

Hef notið þess að fylgjast með mótinu í sjónvarpi hér í DK og þvílíkt mót. Frábært í alla staði, nema helst þegar 24 sek klukkan bilaði í einum leiknum.

Verður forvitnilegt að fylgjast með í Póllandi 2009 og Lithaén 2011.

Rúnar Birgir Gíslason, 16.9.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Karl Jónsson

Það er bara ömurlegt í alla staði að við skulum ekki fá að sjá svona stórmót hér á Íslandi. Ekki einu sinni úrslitaleikinn!!

Karl Jónsson, 17.9.2007 kl. 09:55

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þú gleymir Noregi í upptalningu yfir Norðurlandaþjóðir.

Finnst svo visir.is fá of mikið hrós hjá þér, nær að hrósa Fréttablaðinu. Visir.is hefur sem slíkur sjaldnast fundið upp á að birta eitthvað um mótið, allt kemur frá Fréttablaðinu/ÓÓJ.

Það kom t..d ekki stafur um úrslitaleikinn í gær.

Rúnar Birgir Gíslason, 17.9.2007 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband