Íslenska landsliðið í rally

Núna um helgina munu Danni og Ísak keppa í Tempest rallinu á Englandi og verður gaman að fylgjast með þeim. Eins og vonandi allir vita er Danni ásamt systur sinni Ástu Íslandsmeistari í ralli og hafa þau verið að keppa núna í nokkrum keppnum á Englandi - Ásta komst ekki í þessa keppni og mun því Ísak vera í coara sætinu.

Það verður gaman fyrir þá félaga að hafa með sér öflugan stuðningshóp en hátt í 20 manna hópur heldur utan í fyrramálið til að styðja þá,  þeirra á meðal verða bræður mínir Dóri og Heimir - rosalega verður gaman hjá þessum hópi að horfa á íslenska áhöfn í stórri rallkeppni - bara líf og fjör.Wink Íslenskir  fjölmiðlar munu vonandi gera þessu góð skil því Dannig &co sem og íslenskir ralláhugamenn eiga skilið að um þetta sé fjallað. Hérna eru nokkrar bloggsíður þar sem hægt er að fylgjast með um helgina: bloggið hjá Dóra , bloggið hjá Heimi, bloggið hjá Danna, hægt er svo að fylgjast með á heimasíðu rallsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband