NM yngra liða beint á netinu

Nú í dag  hófst Norðurlandamót yngri liða í körubolta í Solna í Svíþjóð og verður fróðlegt að fylgjast með árangri krakkana okkar þar. Í morgun fór allur hópurinn okkar út en þetta er mjög fjölmennur hópur 48 leikmenn ( U16 ára drengja&stúlkna og U18ára drengja&stúlkna) fimm þjálfarar, fjórir dómarar, tveir sjúkraþjálfarar, þrír fjölmiðlamenn og fimm fararstjórar  sem sagt hátt í 70 manna hópur.  Stefnt er að því að sýna sem flesta leiki beint hingað heim á karfan.is og var fyrsta útsendinginn í kvöld - frábært framtak og sýnir enn og aftur hversu framarlega körfuboltinn er í allri netvæðingu og upplýsingaflæði til þeirra sem fylgjast með þessari stórkostlegu íþrótt.

Ég hvet alla að til að fylgjast vel með íslensku liðunum á kki.is og karfan.is

ÁFRAM ÍSLAND!!!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Hálft ár á milli blogga......    hmmmmm........

Er mikið að gera hjá mínum?

Gló Magnaða, 8.5.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband