Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
8.11.2007 | 22:46
Íslenska landsliðið í rally
Núna um helgina munu Danni og Ísak keppa í Tempest rallinu á Englandi og verður gaman að fylgjast með þeim. Eins og vonandi allir vita er Danni ásamt systur sinni Ástu Íslandsmeistari í ralli og hafa þau verið að keppa núna í nokkrum keppnum á Englandi - Ásta komst ekki í þessa keppni og mun því Ísak vera í coara sætinu.
Það verður gaman fyrir þá félaga að hafa með sér öflugan stuðningshóp en hátt í 20 manna hópur heldur utan í fyrramálið til að styðja þá, þeirra á meðal verða bræður mínir Dóri og Heimir - rosalega verður gaman hjá þessum hópi að horfa á íslenska áhöfn í stórri rallkeppni - bara líf og fjör. Íslenskir fjölmiðlar munu vonandi gera þessu góð skil því Dannig &co sem og íslenskir ralláhugamenn eiga skilið að um þetta sé fjallað. Hérna eru nokkrar bloggsíður þar sem hægt er að fylgjast með um helgina: bloggið hjá Dóra , bloggið hjá Heimi, bloggið hjá Danna, hægt er svo að fylgjast með á heimasíðu rallsins
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 12:26
Hver er stefnan Sigmundur
Rúnar Birgir skrifaði eftirfarandi grein á bloggið sitt í gær og birti einnig á karfan.is sem og sendi hann lesendabréf í Morgunblaðið. ég set hér inn formálan að greininni hans, einnig er hægt að lesa greinina í heild inni á blogginu hans
Körfuboltamenn hafa ósjaldan kvartað sáran yfir skorti á umfjöllun um íþróttina í íslenskum fjölmiðlum. Margir hafa haft hátt á heimasíðum og spjallsvæðum eða hver við annan. Undirritaður var einn af þeim sem hafði allt á hornum sér lengi en ákvað svo að taka upp nýja siði. Hætta að skammast og í þess stað að hrósa því sem vel er gert og vinna að því að aðgengi fjölmiðla sé meira að fréttum úr körfubolta. Meðal annars með því að skrifa á karfan.is.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)