Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

líf og fjör

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla heldur áfram að vera skemmtileg og ljóst að við fáum hið minnsta tvo leiki í viðbót til þess að útkljá hvort það verði Njarðvík eða KR sem hampar Íslandsmeistaratitlinum eftir nokkra daga.  Fyrir okkur sem erum unnendur þessar stórkostlegu íþróttagreinar er þetta dúndur stuð  og fín úrslit því að sjálfsögði viljum fá sem flesta leiki í þessari frábæru skemmtun....eins og einn góður maður segir stundum þetta er bara líf og fjör.... 


mbl.is Magnaður lokakafli tryggði KR sigur gegn Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við munum komast áfram

Eiríkur mun koma okkur uppúr forkeppninni  sem við erum í núna og við fáum að vera með í aðalkeppninni á laugardeginum sjálfum. Það verður nóg að gera laugardaginn 12.mai - Eurovisoin og alþingiskosningar sama daginn. Ekki veit ég hvort Eiríkur muni komast langt með þetta lag í aðalkeppninni og ég tel miklar líkur á því að við verðum áfram í forkeppninni næsta ár. 

Eitt sem ég vil nefna í sambandi við Eurovision keppninna er það að allur kostnaður hefur verið greiddur af RÚV og þá ríkinu undandarin ár sem er vel en gaman væri að sjá ríkið koma jafn myndarlega að  kostnaði landsliða okkar í íþróttahreyfingunni en meira um það síðar.

ÁFRAM ÍSLAND


mbl.is Er Eiríkur Hauksson óhagganlegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þá vitum við það

Þá vitum við það þetta var einn vöruliður sem mun hækka um15% þann 1.mai nk. Það er því með þetta mál eins og allt annað -  að gott er að skoða það tíl hlýtar áður en við förum að sneiða fram hjá vörum eins og í þessu tilfelli með vörur Danól eins og margir vildu gera. 

Ég er samt á þeirri skoðun að það er mjög jákvætt að við neytendur séum á tánum gagnvart verðlagi  og þjónustu í landinu en munum að kynna okkur hlutina vel áður en vð fellum dóma.

 


mbl.is Danól segir 73 vöruliði af um 700 hafa hækkað en 103 lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég mun drekka Merrild áfram

Það er mjög gott að við neytendur séum á tánum gagnvart verðbreytingum í þjóðfélaginu almennt.  Við þurfum einnig að skoða alla heildarmyndina þegar kemur að fréttum um hækkanir og skoða málið vel áður en við förum fram með fullyrðingar um að allt sé að fara til fjandans og nú sé matvaran að fara að hækka um 15% yfir línuna hjá einum stórum birgja hér á landi. 

Það eru margir sem vaða fram og segja að það eigi bara að hætta að kaupa allt vöruúrval Danól því þeir séu að hækka allt um 15%, hvað er Danól að hækka  um 15%? ég hef ekki ennþá fengið botn í það.  Væri ekki ágætt að fá að vita það, er það kannski lítil partur af heildinni þeirra?? Hafa þeir lækkað einhverjar vörur?? ég veit það ekki. Það er betra að sjá heildarmyndina áður en við förum öskra úlfur-úlfur er það ekki ???

Ég tek fram að ég var  starfsmaður hjá Danól þar til sl.haust  og veit að svona ákvarðanir eru teknar af vel ígrunduðu máli á þeim bænum, ég mun drekka mitt Merrild áfram og Weetabix í morgunmat - í bili hið minnsta. EKki má gleyma Kit-Katinu á laugardögum.....


mbl.is Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hádegisfundir ÍSÍ

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands ( ÍSÍ ) hefur undanfarið staðið fyrir mjög áhugaverðum hádegisfundum á 4-6 vikna fresti. Þar er tekið til umfjöllunar hin ýmsu mál og t.d. á síðasta fundi var kynnt ritgerð Þórdísar Gísladóttur um "hagrænt gildi íþrótta". Sú ritgerð vakti  töluverða athygli og sýnir það og sannar hversu mikilvægt er að ríki og sveitarfélög fari að hækka verulega framlög sín til íþróttamála.

Næsti hádfegisfundur á vegum ÍSÍ  verður haldinn á föstudaginn næsta. Þar mun Viðar Halldórsson sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR fara yfir niðurstöður tengdar íþróttum úr rannsókninni "Ungt fólk 2006". Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um fundinn.


sex framlengdur leikur

Í dag rakst ég á athyglisverða frétt á hinum frábæra vef karfan.is, fréttin er um sex framlengdan leik sem fram fór í Ísrael.  Það er ekki á hvejum degi sem maður heyrir af sexframlengdum leik og því langaði mig að deila þessu með ykkur hér á blogginu.

Körfuboltaveisla í sjónvarpinu næsta laugardag

Í kvöld mættum við fulltrúar KKÍ  og Matthias Imsland framvædarstjóri Iceland Express  með Íslandsmeistarabikarinn á Ásvelli því með sigri hefðu Haukastúlkur tryggt sér titilinn annað árið í röð.  Umgjörð körfuknattleiksdeildar Hauka var hreint út sagt frábær á leiknum , stórkostleg kynning á leikmönnum og hin besta skemtun allan leikinn.  Keflvíkurstúlkur voru ekki tilbúnar að fara í sumarfrí og höfðu sigur að lokum - stelpurnar gefa strákunum ekkert eftir með góðri úrslitakeppni og skemmtilegum körfubolta. 

Nú er staðan 2-1 fyrir Hauka og næsti leikur fer fram í Keflavík á laugardaginn kl.16:15 og verður hann sýndur beint á RÚV , sama dag fer fram 3.leikur Njarðvíkur og KR í úrslitum Iceland Expressdeildar karla og sá leikur hefst kl.14:50 og verður sýndur beint á SÝN.

Það verður því körfuboltaveisla í sjónvarpinu á SÝN og RÚV frá kl.14.50 - 18:00 á laugardaginn næsta.


mbl.is Keflavík lagði Hauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill léttir

Mikið er nú gott að hið rétta er nú komið ljós í þessu máli  - ég hef varla geta sofið yfir áhyggjum af þessu Wink


mbl.is Birkhead er faðir Dannielynn Smith
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það styttist í einvígið

Núna eru rétt tveir tímar í að einvígið um Íslandsmeistartitilinn í Iceland Express deild karla á milli Njarðvíkur og KR hefjist, það lið sem fyrr vinnur 3 leiki mun standa upp  sem Íslandsmeistari. Það hefur verið boðið uppá mikla skemmtun og góðan körfubolta í úrslitakeppninni það sem af er og ég er sannfærður um að þetta einvígi verður BARA GAMAN og hlakka ég mjög mikið til að fara á leikina og fylggjast með þessari miklu skemmtun.

Leikurinn í kvöld fer fram í Njarðvík og hefst kl.20.00 hann verður sýndur beint á SÝN og einnig mun karfan.is vera með beina textalýsingu á vef sínum.  

 

 


líst vel á sumt

Ég er búinn að lesa yfir þessar tillögur að ályktunum fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Ég er reyndar búinn að lesa þetta hratt yfir og ætla að kynna mér þær betur á allara næstu dögum. Það sem ég var ánægður með var að sjá frekari niðurfellingu tolla og þetta blessaða stimpilgjald í burtu , það er löngu orðið tímabært að fella það niður.

Ekki mun ég mótmæla því að lækka skattana okkar en hvað er hægt að ganga langt í þeim efnum?? þetta er erfitt mál skattamálin. Einhvern veginn þarf að reka þetta stóra fyrirtæki okkar sem heitir Ísland, öll viljum við hafa hágæða heilbrigðisstarfsemi , öflugt félagsmálakerfi ,  veg menntunar sem mestan ásamt öllum öðrum  þeim fjölmörgu þáttum sem tilheyra okkar daglega lifi.

Einnig er ég mjög ánægður með að sjá eitt atvinnumálaráðuneyti yfir alla atvinnuvegina.

Ég mun láta skoðnir mínar frekar í ljós þegar ég hef lesið þetta gaumgæfilega yfir.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband