Færsluflokkur: Íþróttir
12.4.2007 | 22:38
líf og fjör
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla heldur áfram að vera skemmtileg og ljóst að við fáum hið minnsta tvo leiki í viðbót til þess að útkljá hvort það verði Njarðvík eða KR sem hampar Íslandsmeistaratitlinum eftir nokkra daga. Fyrir okkur sem erum unnendur þessar stórkostlegu íþróttagreinar er þetta dúndur stuð og fín úrslit því að sjálfsögði viljum fá sem flesta leiki í þessari frábæru skemmtun....eins og einn góður maður segir stundum þetta er bara líf og fjör....
Magnaður lokakafli tryggði KR sigur gegn Njarðvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 09:50
Hádegisfundir ÍSÍ
Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands ( ÍSÍ ) hefur undanfarið staðið fyrir mjög áhugaverðum hádegisfundum á 4-6 vikna fresti. Þar er tekið til umfjöllunar hin ýmsu mál og t.d. á síðasta fundi var kynnt ritgerð Þórdísar Gísladóttur um "hagrænt gildi íþrótta". Sú ritgerð vakti töluverða athygli og sýnir það og sannar hversu mikilvægt er að ríki og sveitarfélög fari að hækka verulega framlög sín til íþróttamála.
Næsti hádfegisfundur á vegum ÍSÍ verður haldinn á föstudaginn næsta. Þar mun Viðar Halldórsson sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR fara yfir niðurstöður tengdar íþróttum úr rannsókninni "Ungt fólk 2006". Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um fundinn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 23:23
sex framlengdur leikur
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 23:01
Körfuboltaveisla í sjónvarpinu næsta laugardag
Í kvöld mættum við fulltrúar KKÍ og Matthias Imsland framvædarstjóri Iceland Express með Íslandsmeistarabikarinn á Ásvelli því með sigri hefðu Haukastúlkur tryggt sér titilinn annað árið í röð. Umgjörð körfuknattleiksdeildar Hauka var hreint út sagt frábær á leiknum , stórkostleg kynning á leikmönnum og hin besta skemtun allan leikinn. Keflvíkurstúlkur voru ekki tilbúnar að fara í sumarfrí og höfðu sigur að lokum - stelpurnar gefa strákunum ekkert eftir með góðri úrslitakeppni og skemmtilegum körfubolta.
Nú er staðan 2-1 fyrir Hauka og næsti leikur fer fram í Keflavík á laugardaginn kl.16:15 og verður hann sýndur beint á RÚV , sama dag fer fram 3.leikur Njarðvíkur og KR í úrslitum Iceland Expressdeildar karla og sá leikur hefst kl.14:50 og verður sýndur beint á SÝN.
Það verður því körfuboltaveisla í sjónvarpinu á SÝN og RÚV frá kl.14.50 - 18:00 á laugardaginn næsta.
Keflavík lagði Hauka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 18:12
það styttist í einvígið
Núna eru rétt tveir tímar í að einvígið um Íslandsmeistartitilinn í Iceland Express deild karla á milli Njarðvíkur og KR hefjist, það lið sem fyrr vinnur 3 leiki mun standa upp sem Íslandsmeistari. Það hefur verið boðið uppá mikla skemmtun og góðan körfubolta í úrslitakeppninni það sem af er og ég er sannfærður um að þetta einvígi verður BARA GAMAN og hlakka ég mjög mikið til að fara á leikina og fylggjast með þessari miklu skemmtun.
Leikurinn í kvöld fer fram í Njarðvík og hefst kl.20.00 hann verður sýndur beint á SÝN og einnig mun karfan.is vera með beina textalýsingu á vef sínum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 14:48
Flott hjá Víkurfréttum
Víkurfréttir vf.is er ein af þeim vefsíðum sem ég kíkí á reglulega , þrátt fyrir að ég búi ekki á Suðurnesjunum eða Hafnarfjarðarsvæðinu þá er alltaf eitthvað skemmtilegt að lesa á þeirra ágæta vef. Einnig sinna þeir íþróttum mjög vel og m.a. hafa þér sérstakan íþróttaþátt reglulega á vef sjónvarpi sínu. Núna var ég að lesa skemmtilega grein um úrslitaeinvígið á milli Njarðvíkur og KR í Iceland Expressdeild karla sem hefst kl.20.00 annað kvöld. Ég hvet ykkur til að kíkja vefinn þeirra.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 11:30
Glæsilegt
Ég er mjög ánægður með úrslit Formúlunar í nótt enda hef ég haldið með McLaren í mörg ár. Alonso og Haimilton eru að gera góða hluti...ég held bara að McLaren muni standa upp í sem meistarar í haust :-)
Alonso með yfirburði í Sepang en Hamilton stelur senunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 15:51
þið sem komist ekki getið....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 11:27
klukkan 16.00 í dag
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 00:43
skemmtilegar myndir
Það hefur örugglega ekki farið fram hjá þeim sem lesa þetta blogg mitt að ég er mjög stoltur af heimasíðu Körfuknattleiksambandsins en ég tel hana vera eina bestu heimasíðu sérsambands. Eitt af því sem er fastur liður á síðunni er mynd dagsins en alla virka daga birist ein mynd sem tengist körfuboltá á einhvern hátt og er í myndaglugga allan daginn, þetta geta verið nýlegar myndir en allt upp í það að vera myndir frá fyrstu dögum körfboltans hér á landi. Hérna er linkur á myndasafnið og hvet ég ykkur til að kíkja á þessar myndir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)