Færsluflokkur: Íþróttir

Leikirnir beint á netinu

Eins og ég hef skrifað hér áður þá er ég mjög stoltur af því hversu vel körfuknattleikshreyfingin hefur nýtt sér tækni internetsins. Eitt af því sem einstaklingar innan körfuboltans hafa verð brautryðjendur í eru beinar útsendingar á netinu. Núna í kvöld fara fram leikir nr.4 í undanúrslitum IcelandExpress deildar karla, eins og allir vita þá sýnir íþróttarásin SÝN beint frá Grindavík í kvöld og er einnig með myndavél í Stykkishólmi og munu sýna þaðan einnig. Svo verður hægt að fylgjast með báðum leikjunum með beinni textalýsingu. Snæfell-KR er beint á KR-síðunni  og Grindavík-Njarðvík er beint á karfan.is. Þeir sem ekki komast ekki á leikina þurfa því ekki missa af neinu - horfa á leikina á SÝN eða kíkja á netið og fylgjast með   


Gaman á Skaganum í gær

Um nýliðna helgi var af nógu að taka í körfunni og m.a. var úrslitakeppni 2.d.karla haldin á Akranesi. Ég fór á Skagan í gær til þess að afhenda þeim sem unnu sín verðlaun, ég sá leikina um 3ja  sætið og svo úrslitaleikinn. Það var mjög gaman að sjá baráttuna í liðunum og  greinlegt var að það var mikill metnaður hjá mörgum liðum að komast upp í 1.d.ka að ári.  Úrslitaleikurinn var á milli Þróttar Voga og Reynis Sandgerði, þessi bæði lið munu spila í 1.d.ka á næsta tímabili. Leikurinn  var mjög skemmtilegur á að horfa og var hann tvíframlengdur en það voru Þróttarar sem stóðu uppi sem sigurvegar að lokum. Skagamenn sem enduðu í 3ja. sæti á mótinu eiga hrós skilið fyrir framkvæmdina á mótinu en það þarf margar hendur til að allt gangi upp við mót sem þetta og að sjálfsögðu allt í sjálfboðavinnu.

Risalandsmót í Kópavogi 5.-8.júlí

Mig langar að vekja athygli á Landsmóti UMFÍ sem fram fer í Kópavoginum 5.-8.júlí næstkomandi. Það er UMSK sem hefur umsjón með landsmótinu  og hefur landsmótsnefnd undir forystu Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi unnið að því að gera þetta landsmót sem veglegast því ásamt því að halda landsmót verður haldið uppá 100 ára afmæli UMFÍ.  Ég hef verið svo heppinn að vera í þeirri aðstöðu að geta fylgst með þeirri miklu vinnu sem verið að  vinna í tengslum við mótið og það er mikill metnaður  hjá UMSK og Kópavogsbæ að dagskrá mótsins verði sem glæsilegust og allir finni eitthvað við sitt hæfi, ég hvet sem flesta að kynna sér RISAlandsmótið og taka frá 5.-8.júlí fyrir landsmót í Kópavogi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband