Gaman á Skaganum í gær

Um nýliðna helgi var af nógu að taka í körfunni og m.a. var úrslitakeppni 2.d.karla haldin á Akranesi. Ég fór á Skagan í gær til þess að afhenda þeim sem unnu sín verðlaun, ég sá leikina um 3ja  sætið og svo úrslitaleikinn. Það var mjög gaman að sjá baráttuna í liðunum og  greinlegt var að það var mikill metnaður hjá mörgum liðum að komast upp í 1.d.ka að ári.  Úrslitaleikurinn var á milli Þróttar Voga og Reynis Sandgerði, þessi bæði lið munu spila í 1.d.ka á næsta tímabili. Leikurinn  var mjög skemmtilegur á að horfa og var hann tvíframlengdur en það voru Þróttarar sem stóðu uppi sem sigurvegar að lokum. Skagamenn sem enduðu í 3ja. sæti á mótinu eiga hrós skilið fyrir framkvæmdina á mótinu en það þarf margar hendur til að allt gangi upp við mót sem þetta og að sjálfsögðu allt í sjálfboðavinnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband