íbúalýðræði...

Undanfarna daga hefur verið mikið rætt og ritað um svokallað íbúalýðræði. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna hafa lofsamað þetta fyrirkomulag að íbúarnir fái að kjósa um "mikilvæg" mál eins og þeir kalla það. Ég sagði um helgina mína skoðun á þessu máli, við kjósum einstaklinga á þing og í sveitastjórnir til þess að taka ákvarðanir sem þessar. Ég er ekkert endilega alltaf sammála þeim ákvörðunum sem teknar eru á alþingi eða í sveitarstjórnum en þar eru okkar kjörnu fulltrúar búnir að kynna sér málin frá A-Ö og taka ákvörðun útfrá því. Ég stórefa að meira en 10% þeirra sem kusu í kosningunum um helgina hafi kynnst sér málið það vel að þeir hafi getað myndað sér alvöru skoðun á málinu. Að mörgu leyti er það ábyrgðarleysi þegar hinir kjörnu fulltrúar þora ekki að taka ákvörðun  og láta Pétur og Pál bara kjósa um "mikilvæg" mál  Ef Samfylkingin og/eða VG komast í ríkisstjórn munu þeir þá alltaf fría sig ábyrgð þegar kemur að "mikilvægum" málum og biðja mig og aðra íbúa þessa lands að kjósa um málið??  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Hvaða neikvæðni er þetta í þér frændi? :) Frá stofnun hefur Samfylkingin talað fyrir beinu og milliliðalausu lýðræði og kosningin um helgina er skýrt dæmi um það. Ég er fylgjandi íbúðalýðræði og ákvarðanir séu teknar sem næst fólki.

En hversu margir heldurðu að þeim sem kjósa til Alþingis eða sveitastjórna hafi kynnt sér málið það vel að þeir geti myndað alvöru skoðun á flokkunum?

Ef þú ert á móti beinu lýðræði þá er lítið við því að gera.

Þar fyrir utan skil ég vel sem formaður að þú sem formaður sért ekki mikið fyrir lýðræði :)

Elskulegar kveðjur í Grafarvoginn. 

Magnús Már Guðmundsson, 2.4.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband