áhugaverð könnun

Það er kemur mér alls ekki á óvart að Geir H.Haarde njóti þessa mikla stuðnings er varðar viðhorf til formanna stjórnmálaflokkana.

Það sem kemur mér hins vegar á óvart er hvað Ómar Ragnarsson er ofarlega, það fer ekki á milli mála að Ómar er einn skemmtilegasti maður sem Íslands hefur alið og áhugaverður mjög en í mínum huga þá er hann ekki stjórnmálamaður og ég var pínu svekktur þegar hann ákvað að skella sér í pólitíkina.

Einnig held ég að Samfylkingarfólk megi fara að hafa verulega áhyggjur af stöðu sinni og formanni sínum. Því miður fyrir Samfylkingarfólk þá virðist sem ISG nái ekki miklu fylgi almennt hjá íbúum þessa lands. Ég er einn af þeim sem finnst ISG vera einn albesti stjórnmálamaður okkar þrátt fyrir að ég hafi ekki  kosið hana og hennar flokk en hún er klárlega í mínum huga næstbesti kosturinn sem við höfum af leiðtogum stjórnmálaflokkana.

Ég hlakka síðan til að sjá afstöðu allra stjórnmálaflokkana til íþróttamála , eins og ég hef áður sagt þá tek ég afstöðu um hvaða framboð fær mitt atkvæði þegar ég hef séð það.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú meira hvað þú ert duglegur að blogga drengur  ...... allavega að þá viljum við bara óska þér, Bergþóru og Jóni Gauti gleðilegra páska og ekki borða yfir ykkur af páskaeggjum ....... hlökkum til Dublin  ......

 Guðný og Markús

Guðný (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband