Gleðilega Páska

Það var mikil spenna sem ríkti á heimilinu í snemma í morgun enda Jón Gautur búinn að bíða í nokkra daga eftir því að fá að opna páskaeggið sitt sem hann fékk að velja sjálfur. Ég held að hann hafi sjaldan borðað morgunmatinn sinn eins vel og í morgun en við foreldrarnir vorum búin að segja að hann yrði að borða morgunmat áður en páskaeggið yrði opnað.  Hann hafði valið sér Púkaegg frá Nóa sem mamma hans var búinn að fela og eftir smá hjálp þá fann hann eggið , þá hófst fjörið við að opna Púkaeggið og gekk það bara nokkuð vel.

Þessir frídagar hafa annras verið nýttir vel í að slaka á og hlaða batterin fyrir næsta mánuðinn en nóg er að gera í vinnunni og körfunni alveg út mai.

Mamma kom í mat til okkar í gærkvöldi og seinna um kvöldið kom Maggi frændi -þið getið kíkt á bloggið hans hér .  Það er altaf mjög gaman að fá frænda i heimsókn og við getum spjallað um heima og geima og sérstaklega stjórnmálin. Samfylkingarfólk er mjög heppið að hafa frænda innan sinna raða  enda öflugur einstaklingur þarna á ferð :-)

Í dag verður páskalambið snædd hjá tengdó á Skaganum og ég hlakka mikið til því maturinn hjá henni tengdamóður minni er snilldinn ein.....

 Gleðilega Páska til ykkar allra,

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Þakka fyrir hlý (sönn d j ó k) orð sem og fyrir síðast. Virkilega gaman að kíkja á þig og þína góðu frú og hitta Dóralíng í leiðinni.

Magnús Már Guðmundsson, 8.4.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband