Við munum komast áfram

Eiríkur mun koma okkur uppúr forkeppninni  sem við erum í núna og við fáum að vera með í aðalkeppninni á laugardeginum sjálfum. Það verður nóg að gera laugardaginn 12.mai - Eurovisoin og alþingiskosningar sama daginn. Ekki veit ég hvort Eiríkur muni komast langt með þetta lag í aðalkeppninni og ég tel miklar líkur á því að við verðum áfram í forkeppninni næsta ár. 

Eitt sem ég vil nefna í sambandi við Eurovision keppninna er það að allur kostnaður hefur verið greiddur af RÚV og þá ríkinu undandarin ár sem er vel en gaman væri að sjá ríkið koma jafn myndarlega að  kostnaði landsliða okkar í íþróttahreyfingunni en meira um það síðar.

ÁFRAM ÍSLAND


mbl.is Er Eiríkur Hauksson óhagganlegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja-há við eigum sko eftir að komast áfram með honum Eika okkar ...Frábært comeback hjá kallinum...

Ég sá hann í kringluni í dag og ég fékk alveg skjálfta um mig alla ...langaði helst að ganga uppað honum og óska honum til hamingju með því að vera bara hann og óska honum góðs gengis í Eurovísion fyrir okkar hönd... vildi þá helst knúsa gæjann.

Eiki þú ert LANG FLOTTASTUR!!! 

Klara (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband