13.4.2007 | 23:12
þetta er orðið þreytt
Mikið er ég orðinn þreyttur á þessar umræðu um að allt verði miklu betra ef KONA verður kosinn til valda hér í kosningunum í vor. Það er akkurat þessi umræða sem getur orðið til þess að ég kjósi ekki Samfylkinguna í vor. Ég hef sagt það áður á þessu bloggi mínu að ég telji Ingibjörgu Sólrúnu einn besta stjórnmálaMANN sem við eigum um þessar mundir , það er ekki af því að hún er kona það er vegna hennar eigin persónu.
Ég er jafnréttissinni og vil jafnrétti allra sem mestan en það á ekki að snúast um konu eða karl heldur að hafa einstaklinginn sjálfan númer eitt.
Ég hef ekki ákveðið ennþá hvað ég kjósi í vor en ef umræðan á snúast orðið um konu eða karl hjá Samfylkingarfólki þá mun ég ekki setja X við S það er á hreinu.
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
:D það er gott að sjá ljósið. Þetta er náttúrlega orðin þvílík þvæla. Það er alltaf verið að búa til óvin úr feðrum barnanna. Þetta endar bara á einn veg. Karlar og konur verða óvinir. Og hver verður þá sigurvegarinn? Samfylkingin er hætt að vera samfylking. Þetta er kvennalistinn upprisinn og með eitt markmið, sundrungu.
Birgir Þór Bragason, 13.4.2007 kl. 23:34
Sjáðu bara hvað tvípunktur D gerir í MSN :) og svo hvað tvípunktur og s gerir. Tilviljun?
Birgir Þór Bragason, 13.4.2007 kl. 23:35
góður Birgir með MSN kenninguna
Hannes Sigurbjörn Jónsson, 13.4.2007 kl. 23:45
Þú ert þreyttur! :)
Horfðir þú á þetta innslag frændi eða lastu bara fyrirsögnina? Samfylkingarfólk var ekki að tala um að umræðan hætti að snúast um einhver sé karl eða kona.
Ég er samt á því að þú eigir að vera áfram karl. Fer þér betur.
Bendi þér einnig á þessa frétt á Stöð 2.
Sjáumst í höllinni hans Egils á morgun.
Magnús Már Guðmundsson, 14.4.2007 kl. 00:15
Góð msn kenning. En það er engin að tala um óvini eða konur séu betri en kallar.....bara stundum þarf eitthvað að breytast. Ég breyttist, sjá hér.
Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.