30.4.2007 | 16:04
söknuður af Félagsheimilinu
Þótt að ég sé nú fluttur úr Kópavoginum þá þykir mér alltaf vænt um Kópavoginn og læt alla þá sem vilja vita að ég sé Kópavogsbúi þrátt fyrir að ég búi í Reykajvík því brá mér við að lesa þessa frétt að nú eigi að rífa gamla góða Félagsheimilið. Þarna hefur ýmislegt farið fram sem snertir sögu míns gamla heimabæjar. En svona er þetta allt er breytingum háð og skil vel að nýta þurfi húsnæði undir aðra starfsemi. Nú er komið mikið af góðum sölum í Kópavogi sem hægt er að nota og leysir af Félagsheimilið.
Eitt var það sem gladdi mig mikið í þessari frétt en það var rædd m.a. um UBK þessi gamla góða skammstöfun stóð fyrir Ungmennafélagið Breiðablik Kópavogi og var þessi skammstöfun felld út fyrir um 10-12árum síðan. Það eru margar góðar minningar sem maður á með UBK - þetta var bara snilld að lesa þetta.
Félagsheimili Kópavogs lagt niður - Barn síns tíma segir bæjarstjórinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bless bless félagsheimili Kópavogs og takk fyrir allt saman, svo sem sunnudagsbíoinu með max bræðrum sem gimsteinaþjófum sem ég sá sennilega 5 sinnum, og fá að vera sviðsmaður í leikritinu aldrei er friður eftir Andres Indriðason og frábærra pönk tónleika.
þú hefur mátt muna fífil þinn fegri þegar þú stóðst eitt uppi á hæðinni og horðir yfir litla Kópavogin með gamlan herbragga norðanverðu og hringtorg fyrir framan þig
Blessuð sé minning þín
Bogi Jónsson fæddur og uppalin Kópavogsbúi
Bogi Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 16:58
Það ekki að rífa húsið heldur breyta notkun þess.
Ólafur Þórðarson, 30.4.2007 kl. 17:02
Sæll Ólafur, ég veit að ekki á að rífa húsið - en það á stórbreyta húsnæðinu og þar verður ekkert sem minnir Félagsheimilið. Það stendur reyndar í fréttinni sjálfri "..... niðurrif"
Hannes Sigurbjörn Jónsson, 30.4.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.