20.8.2007 | 08:11
Latabæjarhlaupið
Þrátt fyrir mikið annríki hjá okkur í Office1 þessa daganna þá ákvað ég að fara með Bergþóru og Jóni Gauti í Latabæjarmarþonið. Ég "hljóp" með Jóni Gauti og Bergþóra myndasmiður tók myndir af okkur feðgum og öðrum sem þarna voru.
Mér persónulega finnst þetta frábært framtak hjá Glitni og Latabæ að bjóða upp á þetta skemmtillega hlaup en ég held að þátttakan sé orðin það mikikl í þessum viðburði að það þurfi að skipta þessu enn meira upp en gert var í gær. Þetta var samt mikil framför frá fyrra ári þar sem allir voru saman en ég held að það megi bara gera enn betur. Við hlupum í síðasta "holinnu" eða kl.15:30 í flokknum 5 ára og yngri. Ég held að það mætti hafa 5 ára sér, 4 ára sér, 3 ára sér og svo 0-2ára sér ásamt kerrum og vögnum. Ég veit að þetta gæti orðið erfitt í framkvæmd þar sem starfsmenn ÍBR og maraþonsins hafa í nógu að snúast og reyna að gera sitt besta til að þetta fari allt vel fram.
En ég ítreka að þetta er flottur viðburður og gaman fyrir krakkana að taka þátt og við foreldrar, afar og ömmur og allir hinu fullorðnu höfum einnig mjög gaman að þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 10:59
Til hamingju Pétur og Heimir
Alþjóðarallinu lauk í gær og tókst Pétri og Heimi að landa Íslandsmeistaratitlinum í Max1 flokki sem og 2000flokknum og þeir lentu í 5.sæti í heildarkeppninni, þetta er framúrskarandi góður árangur hjá þeim og er ég stoltur af þeim að ná þessum árangri.
Til hamingju Pétur, Heimir og allir sem hafa verið að aðstoða ykkur í sumar.
Því miður þá duttu Eýjó og Dóri út í gær eftir að hafa keyrt föstudaginn glimrandi vel og um tíma í gærmorgun leit út fyrir að þeir kæmust á verðlaunapall en þá duttu þeir út sem voru mér auðvitað mikil vonbrigði en gleðiefni gærsdagsins Pétur og Heimir .
Eftir úrslit gærdagsins þá erum við allir þrír bræðunir ég, Dóri og Heimir handhafar Íslandsmeistaratitla í 2000 flokki í ralli og allir sem aðstoðarökumenn, Dóri er handhafi titilsins 2001, ég 2002, Dóri aftur 2004 og svo Heimir nú 2007.
ég óska einnig Danna og Ástu til hamingu með Íslandsmeistaratitilinn í heildarkeppninni en með sigrinum í rallinu í gær tryggðu þau sér þann titil nú annað árið í röð.
Lokaúrslit alþjóðarallsins er hægt að sjá hér
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2007 | 00:03
alþjóðarallið
Í kvöld lauk degi tvö í alþjóðarallinu og lokadagur rallsins framundan á morgun. Því miður þá hef ég ekki náð að fylgjast með rallinu eins og ég hefði viljað þar sem mjög mikið er að gera vinnunni þessa dagana.
Bræður mínir Dóri og Heimir eru að standa sig vel ásamt sínum samkeppendum en Eyjó og Dóri eru nú fyrir lokadaginn í 4.sæti í heildarkeppninni eftir að hafa keyrt frábærlega í dag. Þeir voru í 20.sæti þegar keppni hófst í morgun en þeir sprengdu í gær og töpuðu þónokkrum tíma en góð keyrsla í dag hefur skilað þeim 4.sætiinu nú í kvöld.
Pétur og Heimir eru einnig að keyra flott og standa sig mjög vel þeir eru í 8.sæti í heildarkeppninni en eru í forystu bæði í 1600 og 2000 flokknum, núna eiga þeir bara að keyra morgundaginn "save" og gulltryggja sér Íslandsmeistatitlana í báðum flokkunum sem yrði glæsilegur árangur hjá þeim á sínu fyrsta ári saman.
Það yrðu einnig ánægjulegt fyrir okkur bræðurna því þá værum við allir þrír búnir að hampa Íslandsmeistaratitli í 2000 flokknum og allir þrír í aðstoðarökumannsætinu, ég varð Íslandsmeistari 2002 í þessum 1600flokknum og 2000flokknum þegar ég keppti með Hlöðveri Baldurssyni og einnig enduðum við Hlölli í 2.sæti í heildarstigakeppninni á Íslandsmótinu og ákvað ég að leggja nóturnar frá mér þá um haustið eftir skemmitlegt rallsumar 2002. Dóri varð meistari árið á undan eða 2001 þegar hann og Hlölli kepptu saman og sigruðu 2000 flokkinn og svo sigruðu þeir 2000 flokkinn aftur 2004 þegar þeir voru aftur saman. En Pétur og Heimir verða að klára morgundaginn svo þetta gangi nú eftir og það eru margir kílometrar eftir en í rallinu og alllt getur gerst, ég geri ráð fyrir að það sé sögulegt afrek í rallinu hér á landi og þótt víðar væri leitað í öðrum íþróttagreinum á Íslandi ef við bræður náum þessum skemmtilega árangri að hafa allir hampað sama Íslandsmeistaratitlinum. Ég mun fylgjast spenntur með strákunum og vona að báðir "mínir" bílar í keppninnu muni skila sér á endamark seinnipart morgundags.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 11:22
Office1 - sjö búðir opnar í kvöld
Ég get nú ekki annað en notfært mér bloggið mitt hér til að lýsa yfir undrun á fréttaflutningi á mbl.is og Fréttablaðinu í dag varðandi útkomu Harry Potter bókarinnar í kvöld, þar fá ekki allir söluaðilar að sitja við sama borð. Á þriðjudaginn síðasta var send út fréttatilkynning til allra fjölmiðla og birti ég hér hluta úr henni þar sem hvorki mbl.is eða Fréttablaðinu hefur þótt ástæða til þess að minnast á að Office1 er einnig að selja Harry Potter í kvöld og það í 7 sveitarfélögum Reykjavík, Kópavogi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og Selfossi
FRÉTTATILKYNNING FRÁ OFFICE 1
Föstudaginn 20. júlí kemur út á enskri tungu 7. og síðasta bókin í bókaflokknum um Harry Potter. Gífurleg spenna ríkir um sögulokin í þessum vinsælasta bókaflokki allra tíma og víst er að dyggir íslenskir lesendur bíða óþreyjufullir tíðinda af örlögum helstu sögupersóna bókaflokksins. Office 1 mun opna allar sínar verslanir kl. 23:01 föstudagskvöldið 20. júlí og hefja sölu bókarinnar. Verslanir Office 1 í Reykjavík eru í Skeifunni 17 og Smáralind. Á landsbyggðinni eru Office 1 verslanir á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og í Vestmannaeyjum. Spennandi glaðningur fylgir hverju keyptu eintaki af nýjustu Harry Potter bókinni alla helgina í verslunum Office 1.
Ævintýrum Harry Potters lýkur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 00:24
Harry Potter einnig í Office1
það er um að gera að minna alla á að salan á Harry Potter hefst í öllum Office1 búðunum á sama tíma það er kl.23:01 annað kvöld (föstudag) , ég hvet sem flesta að koma við í Office1 búðunum annað kvöldog versla sér Harry Potter bókina.
Sofið fyrir utan Nexus í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 16:50
góðir starfsmenn leikskólanna
Ég er einn af þeim sem tók í þessari skoðanakönnun hjá Leikskólum Reykjavíkur og við á mínu heimili erum mjög ánægð með leikskólanna að flestu leyti og er ég alls ekki hissa á þessari niðurstöðu. Guttinn okkar er á Lyngheimum í Grafarvogi og starfsfólkið þar er alveg frábært og sinnir í sínu starfi af mikilli kostgæfni og alúð í garð barnanna.
Það sem ég hef helst gagnrýnt varðandi leikskólamálin eru þessar sumarlokanir og ég veit að margir eru á sama máli þar. Það er í raun alveg óþólandi að maður þurfi að taka sumarfrí útfrá því hvenær leikskólinn fer í frí. Það er ekkert mál að taka 4 vikur samfleytt í frí og ég er á því að það sé nauðsynlegt fyrir börnin að fá frí einnig en ég vil hafa val um það sjálfur hvort ég tek fríiið í júní,júlí eða ágúst. Ég veit að starfsfólkið þarf sitt frí og hef fullan skilning á því en ég held að ef viilji væri hjá öllum sem að þessu máli kæmi þá væri hægt að hafa leikskólana opna allt árið. Ég geri mér einnig grein fyrir því að með því þá yrði kannski minna um kennslu annnað en fyrir alla þá er best að þjónustan sé allt árið.
Foreldrar ánægðir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 11:38
margt til í þessu
Vill nýja þjóðarhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 09:06
Sjóvá-Kvennahlaup ÍSÍ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 22:45
ný bloggsíða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 21:59
Smáþjóðaleikarnir
Í síðustu viku fóru fram Smáþjóðaleikar Evrópu í Mónakó og var ég svo heppinn að vera viðstaddur þennan íþróttaviðburð.
Ég hef verið var við það að margir hér á landi líta þessa keppni sem einhverskonar annars flokks íþróttakeppni , það er alls ekki þannig því það er mikill metnaður hjá þeim íþróttamönnum sem þarna etja kappi. Þarna voru 8 þjóðir að keppa; Ísland, Mónakó, Lichtenstein, San Marínó, Lúxemburg, Andorra, Kýpur og Malta og keppt var í 12 íþróttagreinum. Við Íslendingar erum svo sannarlega stórhuga og lítum stórt á okkur sem er mjög gott en við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við erum bara smáþjóð og það er ekkert sem breytir því. Þrátt fyrir að "stóru" þjóðirnar eigi ekki fullrúa þarna þá var svo sannarlega barist um verðlaunin af krafti og allar 8 þjóðirnar sendu sína bestu í íþróttamenn í þeim greinum sem keppt var. Á næstunni mun Svartfjallaland ( Montenegro ) bætast í þennan hóp en þeir eru nýorðnir fullgidir meðlimir í íþróttaheiminum og það verður gaman að fá þessa góðu íþróttaþjóð í hópinn með okkur. Það sýnir hversu gott íþróttalíf við búum við hér á landi að Ísland var í öðru sæti i heildarkeppninin yfir verðlaunahafa , Kýpverjar sigruðu með þremur gullum meira en við. Frábær árangur hjá íþróttafólkinu okkar!!!
ÁFRAM ÍSLAND
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)