Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi

Íþrótta-og Ólumpíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur með reglulegu millibili staðið fyrir hádegisfundum þar sem fjallað er um ákveðna þætti sem snúa að íþróttahreyfingunni.  Í dag var haldinn einn af þessum fundum og ég og Friðrik Ingi fórum á  fundinn fyrir KKÍ.  Fundarefnið var forvitnilegt en þar kynnti Þórdís Gísladóttir mastersritgerð sína sem heitir " Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi".  Þetta var vel sóttur fundur og mjög margt áhugavert kom þarna fram m.a. kom fram að um 16.000 manns starfa í stjórnum og nefndum í hreyfingunni, vinnuframlagið er 250.000 dagverk eða 995 ársverk. Það skal ítrekað að þetta er varlega áæltað , hún miðar við t.d. að stjórnarmenn i deildum íþróttafélaga starfi að meðaltali í 1 klst á dag - við vitum að sá tími er meiri. Við sem störfum í þessari fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins höfum haldið því fram að þáttur ríkis og sveitarfélaga megi veri mun meiri og þessu ritgerð sýnir það vel. Ég gæti skrifað langan pistil um ritgerðina en ég vil heldur hvetja ykkur til að fara inn á vefinn hjá ÍSÍ isi.is þar sem þið getið kynnt ykkur þetta nánar. Þakka þér Þórdís fyrir vel unna og greinargóða skýrslu sem mun örugglega nýtast okkur vel. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband