hvað ef....

Nú kemur fulltrúi VG og segir að þáttaskil hafi orðið í deilum um virkjana-og efnhagsstefnu hér á landi mð úrslitunum í Hafnarfirði í gær. Þar sem mjög naumt var á munum - nánast jafnt þá get ég ekki verið sammála Ögmundi. Miðað við málflutning VG  manna undanfarið þá hefðum við örugglega séð Ögmund og fleiri úr VG segja nákvæmlega þetta sama ef hans skoðanir hefðu orðið undir í kosningunum. Þetta var það tæpt að ég get ekki séð að þáttaskil hafi orðið í virkjana-og efnhagsstefnu , það hefði þurft meiri mun en 88 atkvæði að mínu mati.


mbl.is Ögmundur: Þáttaskil í deilum um virkjanastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Það er bara bull að þessi úrslit hafi valdið þáttaskilum því nú fyrst byrjar ballið, að eftir að ein álversframkvæmd er dottin út af borðinu, færast hinar upp forgangslistann sem því nemur. Sannaðu til.

Karl Jónsson, 2.4.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þáttaskilin eiga einmitt EFTIR að verða, en EKKI vegna VG eða einhverra vinstri afla, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það mun margur upplifa á næstu misserum ef atvinnuleysi skapast til dæmis.

Allta í boltanum? Góðir.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband