fróðlegt

Það er alltaf gaman að velta þessum blessuðu skoðanakönnunum fyrir sér og sérstaklega þegar aðeins rétt mánuður er til alþingiskosninga og fjörið að fara að ná hámarki.

Það er ánægjulegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn eins sterkan og hann er nú og greinilegt að stór hluti landsmanna vill sjá þennan öfluga flokk áfram við landsstjórnina. VG enn  stærri en Samfylkingin og það sem meira er að þessir "stóru" vinstri flokkar eru saman jafnstórir og Sjálfstæðisflokkurinn og það hlýtur að vera áhygjuefni fyrir vinstri menn þegar svo stutt er til kosninga. Að vísu held ég að Samfylkingin eigi eftir að sækja dálítið á og muni að lokum verða talsvert stærri en VG. Fylgi Framsóknar kemur ekkert á óvart og ekkert nýtt þar á ferð. Ég veit satt best að segja ekki alveg hvað verður um Frjálslynda  en ætli þeir muni ekki ná 3-4 þingmönnum á lokasprettinum en Íslandshreyfingin er að mínu mati ekki nógu sterkt til að koma manni að á þing.

En þetta eru nú allt bara óvísndalegar pælingar á skírdagsmorgni hjá mér og fróðlegt verður að fylgjast með kosningabaráttunni áfram. Ég hef ávallt stutt Sjálfstæðisflokkinn  en ég mun ekki gera upp hug minn fyrr en ég sé afstöðu allra stjórnmálaflokkana til íþróttamálana og bíð spenntur eftir þeim svörum.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Mér skilst að þú sért að bíða eftir kommenti frá mér :) 

Sammála þér um Samfó og VG. Hef ekki trú á öðru en að stuðningur við þá eigi eftir að breytast. Þessi könnun hjá Capcent tónar ekki við kannir sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Stöð 2 í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi, en þar er Samfylkingin í kjörfylgi eða bæta við sig þingmanni. En þessi kjördæmi hafa hingað til ekki verið sterkustu vígi flokksins. 

En það verður gaman að fylgjast með þessu og sjá hvernig þetta endar.

Verum í tvinna.

p.s. ætlarðu ekki að kjósa frænda? 

Magnús Már Guðmundsson, 5.4.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband