frekar skrítið

Ég skil vel að stjórnmálafokkarnir séu að berjast við að fjármagna kosningabaráttu sína um þessar mundir og reyni með öllum ráðum að safna peningum.  

Mér finnst samt frekar skrítið að VG biðji Alcan um að fjármagna hlut í kosningabaráttu sinni  og mjög "ótaktískt" hjá Vinstri grænum að gera þetta. VG hefur barist mjög hart gegn álversframkvæmdum og mjög margir aðilar innan VG börðust mjög hart gegn stækkun álvers í Hafnarfirði þar sem Alacan tapaði miklu fjármagni á því hvernig þær kosningar fóru. Svo koma fulltrúar VG og biðja Alcan um pening....mér finnst það frekar skrítið og í raun þá er ég hissa á Vinstri grænum að gera þetta. 


mbl.is VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svipað og ef Frjálslyndiflokkurinn myndi biðja Alþjóðahús um styrk!  :)

Sigurður (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Góð samlíking! :)

Þetta er auðvitað fáránlega ótaktískt hjá Vinstri grænum. Sýnir bara enn og aftur að hræsnin er algjör. Flokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur stefnufestu og prinsipa. Lítlil innistæða fyrir því.

Ég heyrði eitt sinn sögu af því að í fjölmiðlafarsanum sumarið 2004 og stjórnarandstaðan starfaði saman sem ein heild undir forystu Össurar þá hafi forysta VG verið afskaplega upptekin af því hvernig hitt og þetta kæmi út í fjölmiðlum. Sjálfur prinsipflokkurinn sem lætur stefnuna ætíð ráða för og stjórnast ekki af almenningsálitinu. Kjaftæði.

Þá er ég búinn að koma þessu frá mér :)

Væri til í hitting um páskana. Verum í tvinna. 

Magnús Már Guðmundsson, 5.4.2007 kl. 20:05

3 identicon

Stjórnmálabarátta verður ekki fjármögnuð með sölu happdrættismiða heldur verður að hafa öll spjót úti. Fréttin um að VG hafi sníkt peninga hjá Alcan er "ekkifrétt". Það eru eðlileg vinnubrögð að sækja um stuðning til 100 stærstu fyrirtækjanna burtséð frá því hvort þau séu vinsamleg flokknum eða ekki. Það sem er fréttnæmt er að Alcan er að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Forstjóri fyrirtækisins hefur ákveðið að leka þessu í fjölmiðla til þess að hefna ósigursins í Straumsvík.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband