Skeljungur öflugur samstarfsaðili

Eftirfarandi grein var ég að skrifa á vef KKÍ , og birti hér einnig

Fyrr í dag var haldinn blaðamannafundur þar sem undirritaður var tímamótasamningur við Skeljung hf um samstarf fyrirtækisins við KKÍ. Skeljungur mun verða aðalstuðningsaðili landsliða Íslands í körfubolta til ársloka 2010.

Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ gerir svo stóran samning við einn aðila sem kemur að fjármögnun landsliðs-og afreksstarfs sambandsins. Skeljungur mun koma að starfi landsliðanna, úrvals og afreksbúða KKÍ.

Með þessum öfluga stuðningi Skeljungs getur KKÍ eflt allt það starf sem er í kringum okkar bestu og efnilegustu leikmenn landsins í körfubolta. Stefnt verður að þátttöku yngri landsliða okkar í Evrópukeppni að nýju sem og að fjölga æfingaleikjum eins og kostur er hjá A-landsliðunum fyrir þátttöku þeirra í Evrópukeppnum.

Skeljungur hefur verið einn af samstarfsaðilum KKÍ frá árinu 2004 og hafa stjórnendur fyrirtækisins með þau Gunnar Karl Guðmundsson forstjóra og Guðrúnu Örmólfsdóttur markaðsstjóra í farabroddi séð tækifæri á því fyrir Skeljung að efla samstarfið enn frekar við KKÍ , færi ég þeim þakkir fyrir hönd KKÍ fyrir ánægjulega samvinnu undanfarið og hlakka ég til áframhaldandi samstarfs við þau og aðra starfsmenn Skeljungs.

Áhugi er einnig fyrir því hjá Skeljungi að koma enn frekar að starfi sambandsins með þátttöku í fræðslu-og útrbeiðslumálum körfboltans á komandi árum.

Hannes S. Jónsson
Formaður KKÍ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Glæsilegt til hamingju með þetta KKÍ og auðvita allt körfuboltafólk,þetta eru frábærar fréttir....

Heimir og Halldór Jónssynir, 28.8.2007 kl. 23:09

2 identicon

Flott, og gefur körfuboltanum enn frekari möguleika til kynningarátaks um allt land. Á þá deildin að heita SHELLDEILDIN? Það er ekki verra en Landsbankadeildin í fótboltanum. Körfuboltinn hefur ekki gefið út mótaskrá í mörg ár en nú aukast vonandi möguleikarnar á því.

Geir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: Hannes Sigurbjörn Jónsson

Sæll Geir,

Skeljungur er að koma inn sem öflugur samstarfsaðili að landsliðunum okkar og öllu því sem tengist afreksstarfinu. Það er mjög dýrt að halda úti öflugu lanfsliðstarfi og t.d. hjá okkur í körfunni þá höfum við haldið úti  fjórum  yngri landsliðum og svo A-landsliðunum báðum frá því árið 2004 og þarna kemur Skeljungur inn í það starf og það mun gera okkur kleyft að halda áfram að öflugu starfi fyrir okkar bestu og efnilegustu leikmenn.  Varðandi efstu deild karla og kvenna þá heita þær Iceland Expressdeildin og munu svo vera næsta keppnistímabil. Núna erum við með tvo stóra samstarfsaðila þá annars vegar Skeljung og hins vegar Iceland Express. Einnig eru Lýsing, Powerade og Getraunir í samstarfi með okkur.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, 28.8.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Þetta er flott mál. Þrátt fyrir að um samráðsolíufyrirtæki sé að ræða :)

Til lukku með dílinn! Ég vona að hann innihaldi margar millur.

Magnús Már Guðmundsson, 29.8.2007 kl. 16:40

5 identicon

Til hamingju með þetta, Hannes og KKÍ.

Sannarlega gleðifréttir.

Guðni E. Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband