Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Góðar fréttir fyrir Samfylkinguna

Mér líst mjög vel á framboð Magnúsar til framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar. Við frændur erum langt frá því að vera alltaf sammála þegar kemur að stjórnmálum en ég hiklaust styð hann i þessari baráttu. Samfylkingin er mjög heppinn með að svo öflugur og frábær einstaklingur sé tilbúinn til að taka að sér fleiri störf fyrir flokkinn sinn. Magnús er mjög trúr sínum málum og er alltaf tilbúinn að ræða hlutina frá öllum sjónarhornum, Maggi frændi er SNILLINGUR sem á svo sannarlega erindi inni í íslensk stjórnmal -

X við  Magnús Már Guðmundsson !!!

 


mbl.is Býður sig fram í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Víkurfréttum

Víkurfréttir vf.is er ein af þeim vefsíðum sem ég kíkí á reglulega , þrátt fyrir að ég búi ekki á Suðurnesjunum eða Hafnarfjarðarsvæðinu þá er alltaf eitthvað skemmtilegt að lesa á þeirra ágæta vef. Einnig sinna þeir íþróttum  mjög vel og m.a. hafa þér sérstakan íþróttaþátt reglulega á vef sjónvarpi sínu. Núna var ég að lesa skemmtilega grein um úrslitaeinvígið á milli Njarðvíkur og KR í Iceland Expressdeild karla sem hefst kl.20.00 annað kvöld. Ég hvet ykkur til að kíkja vefinn þeirra.


Glæsilegt

Ég er mjög ánægður með úrslit Formúlunar í nótt enda hef ég haldið með McLaren í mörg ár. Alonso og Haimilton eru að gera góða hluti...ég held bara að McLaren muni standa upp í sem meistarar í haust :-)


mbl.is Alonso með yfirburði í Sepang en Hamilton stelur senunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega Páska

Það var mikil spenna sem ríkti á heimilinu í snemma í morgun enda Jón Gautur búinn að bíða í nokkra daga eftir því að fá að opna páskaeggið sitt sem hann fékk að velja sjálfur. Ég held að hann hafi sjaldan borðað morgunmatinn sinn eins vel og í morgun en við foreldrarnir vorum búin að segja að hann yrði að borða morgunmat áður en páskaeggið yrði opnað.  Hann hafði valið sér Púkaegg frá Nóa sem mamma hans var búinn að fela og eftir smá hjálp þá fann hann eggið , þá hófst fjörið við að opna Púkaeggið og gekk það bara nokkuð vel.

Þessir frídagar hafa annras verið nýttir vel í að slaka á og hlaða batterin fyrir næsta mánuðinn en nóg er að gera í vinnunni og körfunni alveg út mai.

Mamma kom í mat til okkar í gærkvöldi og seinna um kvöldið kom Maggi frændi -þið getið kíkt á bloggið hans hér .  Það er altaf mjög gaman að fá frænda i heimsókn og við getum spjallað um heima og geima og sérstaklega stjórnmálin. Samfylkingarfólk er mjög heppið að hafa frænda innan sinna raða  enda öflugur einstaklingur þarna á ferð :-)

Í dag verður páskalambið snædd hjá tengdó á Skaganum og ég hlakka mikið til því maturinn hjá henni tengdamóður minni er snilldinn ein.....

 Gleðilega Páska til ykkar allra,

 

 


áhugaverð könnun

Það er kemur mér alls ekki á óvart að Geir H.Haarde njóti þessa mikla stuðnings er varðar viðhorf til formanna stjórnmálaflokkana.

Það sem kemur mér hins vegar á óvart er hvað Ómar Ragnarsson er ofarlega, það fer ekki á milli mála að Ómar er einn skemmtilegasti maður sem Íslands hefur alið og áhugaverður mjög en í mínum huga þá er hann ekki stjórnmálamaður og ég var pínu svekktur þegar hann ákvað að skella sér í pólitíkina.

Einnig held ég að Samfylkingarfólk megi fara að hafa verulega áhyggjur af stöðu sinni og formanni sínum. Því miður fyrir Samfylkingarfólk þá virðist sem ISG nái ekki miklu fylgi almennt hjá íbúum þessa lands. Ég er einn af þeim sem finnst ISG vera einn albesti stjórnmálamaður okkar þrátt fyrir að ég hafi ekki  kosið hana og hennar flokk en hún er klárlega í mínum huga næstbesti kosturinn sem við höfum af leiðtogum stjórnmálaflokkana.

Ég hlakka síðan til að sjá afstöðu allra stjórnmálaflokkana til íþróttamála , eins og ég hef áður sagt þá tek ég afstöðu um hvaða framboð fær mitt atkvæði þegar ég hef séð það.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þið sem komist ekki getið....

þið ykkar sem ekki komist í Reykjanesbæinn núna kl.16.00 að sjá Keflávík-Hauka þufið ekki að örvænta því Jón Björn og félagar á hinni frábæru vefsíðu karfan.is ætla að vera með beina textalýsingu af leiknum , ég hvet ykkur til að fylgjast með leiknum þar.

klukkan 16.00 í dag

Klukkan 16.00 í dag hefst leikur nr.2 hjá Keflavík og Haukum í úrslitum Iceland Expressdeildar kvenna. Hérna getið þið lesið frétt á kki.is um leikinn í dag. Ég veit að boðið verður uppá frábæran körfubolta og mikla skemmtun, ég hvet sem flesta að  kíkja í Reykjanesbæinn og fylgjast með leiknum.

er það nú vitleysa

Þetta er nú meiri vitleysan og ég held að það þjóni engum tilgangi að spyrja svona mis gáfaðra spurninga þegar fólk fer að stofna til viðksipta í bankanum. Hvað myndi bankastarfsmaðurinn gera ef viðkomandi myndi svara spurningunni  um hryðjuverkasamtökin játandi :) myndi hann merkja við JÁ og svo halda áfram með spurningalistann........Ég held að spurningaflóð sem þetta þjóni engum tilgangi það frekar fæli fólk frá...


mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skemmtilegar myndir

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá þeim sem lesa þetta blogg mitt að ég er mjög stoltur af heimasíðu Körfuknattleiksambandsins en ég tel hana vera eina bestu heimasíðu sérsambands. Eitt af því sem er fastur liður á síðunni er mynd dagsins en alla virka daga birist ein mynd sem tengist körfuboltá á einhvern hátt og er í myndaglugga allan daginn, þetta geta verið nýlegar myndir en allt upp í það að vera myndir frá fyrstu dögum körfboltans hér á landi. Hérna er linkur á myndasafnið og hvet ég ykkur til að kíkja á þessar myndir.


Flott hjá Stöð2 - til hamingju Jógvan

Það var góð ákvörðun hjá Stöð2 að hafa úrslitaþátt X-factor á þessu ágæta föstudags langakvöldi, ég er einn af þeim sem hef svo sem ekki fylgst mjög mikið með þessum þáttum í vetur en ég horfði á allan þáttinn í kvöld og skemmti mér mjög vel. Það hefur alltaf einhvern veginn verið þannig að þetta er eitt af fáum kvöldum á árinu þar sem lítið sem ekkert áhugavert er í sjónvarpinu en það var sjónvarpskvöld í kvöld og það er Stöð2 að þakka.

Ég óska Jógvan til hamingju með sigurinn hann var mjög góður í kvöld og átti sigurinn fyllilega skilið, stelpurnar úr körfuboltabænum Hveragerði  stóðu sig svo sem vel líka en Jógvan mun betri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband