Færsluflokkur: Bloggar
7.4.2007 | 10:40
er það nú vitleysa
Þetta er nú meiri vitleysan og ég held að það þjóni engum tilgangi að spyrja svona mis gáfaðra spurninga þegar fólk fer að stofna til viðksipta í bankanum. Hvað myndi bankastarfsmaðurinn gera ef viðkomandi myndi svara spurningunni um hryðjuverkasamtökin játandi :) myndi hann merkja við JÁ og svo halda áfram með spurningalistann........Ég held að spurningaflóð sem þetta þjóni engum tilgangi það frekar fæli fólk frá...
![]() |
Ertu hryðjuverkamaður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2007 | 00:23
Flott hjá Stöð2 - til hamingju Jógvan
Það var góð ákvörðun hjá Stöð2 að hafa úrslitaþátt X-factor á þessu ágæta föstudags langakvöldi, ég er einn af þeim sem hef svo sem ekki fylgst mjög mikið með þessum þáttum í vetur en ég horfði á allan þáttinn í kvöld og skemmti mér mjög vel. Það hefur alltaf einhvern veginn verið þannig að þetta er eitt af fáum kvöldum á árinu þar sem lítið sem ekkert áhugavert er í sjónvarpinu en það var sjónvarpskvöld í kvöld og það er Stöð2 að þakka.
Ég óska Jógvan til hamingju með sigurinn hann var mjög góður í kvöld og átti sigurinn fyllilega skilið, stelpurnar úr körfuboltabænum Hveragerði stóðu sig svo sem vel líka en Jógvan mun betri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2007 | 23:46
Fjölskyldudagurinn langi
Dagurinn í dag hefur verið hreint út sagt frábær og litla fjölskyldan úr Grarfarvoginum hefur nýtt daginn vel í það vera saman. Það er nauðsynlegt að fá einn og einn dag eins og föstudaginn langa þar sem næstum allt er lokað og fjölskyldan nýtur þess að vera saman og gerir ekkert annað því miður er of algengt að maður freistist til að kíkja í Smáralindina, Kringluna , á Laugaveginn og svo mætti lengi telja. En eins og í dag þá bara var það ekki hægt föstudagurinn langi er því í raun fjölskyldudagurinn langi
Það hefur verið mjög mikið að gera hjá mér í allan vetur og það er hægt að telja á fingrum annarar handar þá heilu frídaga sem við höfum náð saman frá jólum. Þetta var því kærkomin dagur fyrir okkur og í raun nauðsynlegt er fá svona frábæran frídag.
Ég er því mjög glaður og sáttur við föstudaginn langa eins og hann er í okkar þjóðfélagi og hlakka til að halda áfram í fyrramálið að nýta tíman eins og hægt er með fjölskyldunni t.d. er ég búinn að lofa því að fara með guttanum út í körfubolta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 11:59
skemmtileg lesning
Í kvöld fara fram oddaleikirnir i undanúrslitum Iceland Express deildar karla og verður mikið fjör á báðum leikstöðum. Eins og ég hef sagt áður hér þá eru mörg félög sem leggja mikinn metnað í fréttaflutning á heimasíðum sínum í körfunni. Núna er spennan farin að magnast upp fyrir kvöldið og gaman hefur verið að fylgjast með heimasíðum félaganna í gær og í dag, hérna er linkur inná þessar síður félaganna sem berjast munu í kvöld um að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla þetta vorið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 10:03
frekar skrítið
Ég skil vel að stjórnmálafokkarnir séu að berjast við að fjármagna kosningabaráttu sína um þessar mundir og reyni með öllum ráðum að safna peningum.
Mér finnst samt frekar skrítið að VG biðji Alcan um að fjármagna hlut í kosningabaráttu sinni og mjög "ótaktískt" hjá Vinstri grænum að gera þetta. VG hefur barist mjög hart gegn álversframkvæmdum og mjög margir aðilar innan VG börðust mjög hart gegn stækkun álvers í Hafnarfirði þar sem Alacan tapaði miklu fjármagni á því hvernig þær kosningar fóru. Svo koma fulltrúar VG og biðja Alcan um pening....mér finnst það frekar skrítið og í raun þá er ég hissa á Vinstri grænum að gera þetta.
![]() |
VG óskuðu eftir fjárstuðningi Alcan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2007 | 09:46
fróðlegt
Það er alltaf gaman að velta þessum blessuðu skoðanakönnunum fyrir sér og sérstaklega þegar aðeins rétt mánuður er til alþingiskosninga og fjörið að fara að ná hámarki.
Það er ánægjulegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn eins sterkan og hann er nú og greinilegt að stór hluti landsmanna vill sjá þennan öfluga flokk áfram við landsstjórnina. VG enn stærri en Samfylkingin og það sem meira er að þessir "stóru" vinstri flokkar eru saman jafnstórir og Sjálfstæðisflokkurinn og það hlýtur að vera áhygjuefni fyrir vinstri menn þegar svo stutt er til kosninga. Að vísu held ég að Samfylkingin eigi eftir að sækja dálítið á og muni að lokum verða talsvert stærri en VG. Fylgi Framsóknar kemur ekkert á óvart og ekkert nýtt þar á ferð. Ég veit satt best að segja ekki alveg hvað verður um Frjálslynda en ætli þeir muni ekki ná 3-4 þingmönnum á lokasprettinum en Íslandshreyfingin er að mínu mati ekki nógu sterkt til að koma manni að á þing.
En þetta eru nú allt bara óvísndalegar pælingar á skírdagsmorgni hjá mér og fróðlegt verður að fylgjast með kosningabaráttunni áfram. Ég hef ávallt stutt Sjálfstæðisflokkinn en ég mun ekki gera upp hug minn fyrr en ég sé afstöðu allra stjórnmálaflokkana til íþróttamálana og bíð spenntur eftir þeim svörum.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 09:21
flott á Ásvöllum í gær
Mig langar að hrósa stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka fyrir flotta athöfn í hálfleik á leik Hauka og Keflvíkur í úrslitum Iceland Expressdeild kvenna. Ljósin voru slökkt í íþróttahúsinu og nýkrýndir Íslandsmeistarar Hauka í MB10ára drengja voru kallaðir fram og fékk hver leikmaður páskaegg frá Góu að gjöf frá deildinni. Stundum gleymist það að gera vel fyrir yngri iðkendurnar, þetta var mjög skemmtilega framsett hja Haukafólki í gærkvöldi. Hérna er hægt að sjá mynd af Íslandsmeisturum Hauka í MB10 ára drengja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 19:23
Leikirnir beint á netinu
Eins og ég hef skrifað hér áður þá er ég mjög stoltur af því hversu vel körfuknattleikshreyfingin hefur nýtt sér tækni internetsins. Eitt af því sem einstaklingar innan körfuboltans hafa verð brautryðjendur í eru beinar útsendingar á netinu. Núna í kvöld fara fram leikir nr.4 í undanúrslitum IcelandExpress deildar karla, eins og allir vita þá sýnir íþróttarásin SÝN beint frá Grindavík í kvöld og er einnig með myndavél í Stykkishólmi og munu sýna þaðan einnig. Svo verður hægt að fylgjast með báðum leikjunum með beinni textalýsingu. Snæfell-KR er beint á KR-síðunni og Grindavík-Njarðvík er beint á karfan.is. Þeir sem ekki komast ekki á leikina þurfa því ekki missa af neinu - horfa á leikina á SÝN eða kíkja á netið og fylgjast með
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 11:54
Gaman á Skaganum í gær
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 10:31
íbúalýðræði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)